Íris Tara skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

20 vikur! – Kynja spá ……

Ég trúi ekki að ég sé komin yfir 20 vikur á leið, hvert fór tíminn! Á morgun eigum við bókaðan tíma í 20 vikna sónar og getum fengið að vita kynið. Við erum lengi búin að velta því fyrir okkur hvort að við viljum fá að vita en mig grunar að við eigum eftir að fá að vita á morgun.. Ég er of forvitin til að láta koma mér á óvart!

 

Mig grunar mjööög sterklega að við eigum von að þriðja stráknum og er eiginlega bara búin að ákveða það og plana samkvæmt því. Ég er búin að vera að skoða margar greinar um hluti sem eiga að geta spáð fyrir því hvort þú gangir með strák eða stelpu…. (Æjji já ég er smá spes) Ég ákvað að taka saman nokkra hluti og svara spurningum sem eiga þá að gefa tl kynna hvort kynið ég geng með.

 

Ég tek það fram að þetta er allt til gamans gert og ég trúi alls ekki á svona spár.. En það verður gaman að fá þetta staðfest á morgunn!

Kynja spá – Old wives tales

Húð á meðgöngu – Ef húðin er falleg og ljómandi á það að vera strákur. Ef húðin versnar, útbrot eða bólur er það stelpa- Ég er svo sannarlega ekki slétt og fín! Svo samkvæmt þessu – STELPA

Hjartsláttur barns- Ef hjartsláttur barnsins er undir 140 er talið að barnið sé strákur ef hann er yfir 140 stelpa – Þessi er smá tricky en barnið hefur mælst með 145 og 135 svo ég veit eiginlega ekki hverju ég get svarað hér…

Salt eða sæt- Ef móður langar mikið í saltan mat er talið að hún gangi með strák, sætan mat, stelpu – Ég er ekkert sérstaklega að langa meira í sætt eða saltað held ég… Ég get ekki borðað kjöt, langar mikið í rjómapasta og ís! Ég myndi samt segja í þessu tilviki kannski aðeins meira salt svo… –STRÁKUR

Hvernig kúlan er staðsett- Sagt er að með stráka sé kúlan lág en með stelpu sitji hún hærra- Mín er frekar há svo.. –STELPA

Hvernig er lagið á kúlunni- Ef kúlan er hringlótt eins og körfubolti er sagt að barnið sé strákur, meira löng eins og melóna, stelpa – Ég spurði Arnar (barnsfaðir minn) og hann segir melóna svo .. STELPA

Morgunógleði- Sagt er að ef þú færð mikla morgunógleði gangi þú með stelpu. Lítil sem engin ógleði strákur- Ég var hrikaleg fyrstu 17 vikurnar svo í þessu tilfelli – STELPA

Hausverkir– Talið er að þær sem ganga með stráka fái oft hausverk á meðgöngu en ekki eins með stelpu- Ég fæ ekki oft hausverki svo –STELPA

Kaldar tær-  Sagt er að ef óléttar konur eru með kaldar fætur gangi þær með strák. Fætur eins og fyrir meðgöngu stelpa – Ég er alltaf ííísköld á fótunum svo … STRÁKUR

Hringur á bandi- Dragðu hring á band og láttu hann hanga tfir bumbunni. Ef hringurinn fer í hringi er það strákur ef hann fer fram og til baka er það stelpa- Hjá mér fór hringurinn í hringi svo – STRÁKUR

Hárlína á fyrra barni- Talið er að ef fyrra barn er með beina hárlínu komi annað barn af sama kyni. Ef barnið er með hárlínu sem kemur niður í odd kemur barn af hinu kyninu. – Arnar Breki er með beina hárlínu svo annar – STRÁKUR 

Þurr eða olíukennd húð – Þurr húð gefur til kynna stráka og olíkennd húð stelpur- Ég hef alltaf verið mjög þurr en er núna með mjög venjulega húð alls ekki eins þurr og ég var en olían kemur öruggelga frá þessum bólum sem koma alltaf hér og þar – STELPA

Litur á þvagi – Talið er að ef  þvag er mjög ljóst og litlaust sé það stelpa, litserkt strákur – Sorry óviðeigandi upplýsingar en hjá mér- STRÁKUR

Hár á fótum – Ef hárin á fótleggjum vaxa hratt er talið að það sé strákur, vaxa lítið sem ekkert stelpa. – Hárin á fótunum á mér vaxa mjög hægt almennt og hafa gert það áfram svo .. –STELPA

Þyngdaraukning barnsföðurs- Ef barnsfaðir bætir á sig á meðgöngu er það stelpa ef ekki strákur-  Arnar hefur ekki bætt á sig svo – STRÁKUR

Skap móður- Skap verra en vanarlega, stelpa. Geðgóð á meðgöngu strákur – Ahemmm – STELPA

Geirvörtur á meðgöngu- Ef geirvörtur verða dökkar er talið að það sé strákur ef þær dökkna ekki stelpa – STELPA

Stærð á brjóstum – Ef vinstra brjóst er stærra, stelpa. Ef það hægra er stærra strákur –STRÁKUR

STÁKUR- 6

STELPA – 9

Ég ætla samt að halda mig við strák! Meðgöngurnar mínar voru mjög ólíkar með strákana mína og auðvitað lítið að marka þetta. Við erum alveg ótrúlega spennt fyrir þriðja krílinu hvort sem það sé þriðji strákurinn eða fyrsta stelpan.
Passa þessi húsráð við ykkar meðgöngur ?
xx
Íris Tara