Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

5 girnileg millimál undir 150 kaloríum !

Ávaxta Möffins

Innihald

2 þroskaðir bananar
1 bolli jarðaber, ( ætti að vera um 12 jarðaber)
1/2 epli
1/2 bolli vínber (12 to 15 vínber)
1/4 bolli olía
1 1/2 bolli heilhveiti
1 teskeið matarsódi
1 teskeið salt

Leiðbeiningar

1.Hitið ofinin á 180 gráðum.
2.Takið utan af 2 bönunum og setjið í miðlungs stóra skál, stappið þá með gaffli.
3.Skerið niður, jarðaber, epli, og vínber og bætið þeim við í skálina.
4.Hrærið olíunni saman við ávextina. Bætið svo við hveiti, matarsóda og salti.
5.Setjið pappa eða sílikon möffinsform á bökunarplötu, fyllið degið upp  í 3/4 af forminu. Ættu að verða um 15 möffins
6.Bakið í ofni í 18-20 mínútur, gott er að stinga prjóni í miðjuna á möffins kökunum ef hann kemur þurr upp eru þær tilbúnar.
7.Leyfið þeim að kólna aðeins og njótið vel !

100 kal í 1 möffins

 

Vegan hrákaka með hnetum

Innihald

2 bollar hafrar
1 bolli kasjúhnetur
8 döðlur
1/3 bolli hreint kakóduft
1/4 teskeið salt
1 þroskaður banani
1/4 bolli eplamauk
1/4 bolli valhnetur skornar smátt

Leiðbeiningar

1.Setjið hafra, kasjúhnetur, döðlur, kakóduft og salt í matvinnsluvél eða blandara. Blandið vel saman.
2.Bætið við banana og eplamauk og blandið áfram þangað til að þetta verður að mjúku deigi.
3.Spreyið form með PAM olíu.
4.Setjið degið í formið og sléttið úr. Dreifið Valhnetum ofan á og ýtið þeim aðeins ofan í deigið.
5.Setjið formið í ísskáp í allaveganna klukkutíma. Skerið svo í sneiðar og njótið.
6.Munið svo að setja afgangin aftur í ísskápinn
180 kal í 2 sneiðum
 Gulrótakúlur með kókos

Innihald

1 bolli kasjúhnetur
3/4 bolli hafrar
1/2 bolli döðlur
1 dl eplamauk
1 skeið vanillu protein
1/2 teskeið kanill
1/4 teskið múskat
1/8 teskeið negull
1 gulrót rifin smátt
1/2 bolli pekan hnetur (eða valhnetur)
1/3 bolli kókos

Leiðbeiningar

1. Setjið kasjúhnetur, hafra, döðlur, eplamauk, protein, kanil og negul í matvinnsluvél eða blandaraí nokkrar mínútur.
2. Bætið við gulrótinni og pekan hnetum og blandið í nokkrar mínútur til viðbótar
3. Setjið kókosmjöl í skál
4. Hnoðið deigið í kúlur og veltið upp ú kókos
5. Raðið kúlunum á bökunarpappir og setjið í kæli í allaveganna 30 mínútur.
6. Ef kúlurnar klárast ekki, geymið þá afganginn í kæli.
88 kal í einni kúlu

Frosið Jógúrt með jarðaberjum og banana

Innihald

2 1/2 dl af grískri jógúrt 8 jarðaber

1/2 þroskaður banani
1 teskeið súkkulaði dropar ( Hægt að sleppa)

Leiðbeiningar

1. Raðið möffins formum, silikon eða pappa á bakka sem má frysta.
2. Fyllið möffins formin að hálfu með grískri jógúrt. Ætti að duga í 12 form
3. Stappið saman banana og jarðaber eða setjið í matvinnsluvél fyrir fullkomna áferð. Setjið eina matskeið í formin eða þangað til að gríska jógurtið sést ekki.
4. Setjið aftur gríska jógurt yfir, minna í þetta skiptið eða svo að jarðaberja og bananamaukiðsjáist.
Toppið svo með nokkrum súkkulaði dropum.
5. Frystið í allaveganna klukkutíma.
6. Leyfið þeim síðan að þiðna í um 10 mínútur áður en þið njótið !