Emilia skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Emilía- Á að baka um helgina? Hér kemur uppskriftin!

Ég einfaldlega elska að baka.

Ég hef líka gaman af því að breyta uppskriftum og setja þær í aðeins hollari búning. Þó geri ég það alls ekki alltaf
en ef ég get þá vel ég kannski aðeins hollari kosti.

Ég ætla að deila með ykkur skúffuköku uppskriftinni hennar Örnu systir, nema ég nota ekki hvítann
sykur í deigið og skipti hveitinu út fyrir gróft spelt. Persónulega finnst mér það ekki hafa nein áhrif á
bragðið – þessi er ALLTAF góð!

Skúffukaka

2 egg
3 dl sykur (ég nota kókospálmasykur)
1 og 1/2 dl mjólk
4 og 1/2 dl hveiti (ég nota gróft spelt)
3 tsk lyftiduft
150 gr smjör
1 tsk vanilludropar
1 msk kakó

Aðferð:
Stífþeyta egg og sykur
Hveiti og lyftiduft útí eggjahræruna
Bræða smjör og mjólk- blandað rólega við deigið
Kakó og vanilludropar útí deigið

Hrært vel saman. Deig fer svo í vel smurða skúffu og inní oft í ca 15 mín við 200 gráður.

Krem:
3 og 1/2 dl flórsykur
4 msk smjör
4 msk kaffi (ég nota aðeins meira smjör og svo mjólk í staðin fyrir kaffið)
1 msk kakó
1 tsk vanilludropar.

Þegar kakan er orðin köld er kreminu dreift jafnt á kökuna.

Ég mæli með að þið prófið þessa með helgarkaffinu.

Kveðja,

Emilía Björg
Snapchat: emiliabj

ebo-11