Íris Tara skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Æðislegar vörur til að ná fram ferskri og ljómandi húð

Fyrir nokkrum árum síðan var ég í miklum vandræðum með að finna mér farða. Þetta var áður en að ég lærði förðun og fékk svona mikin áhuga á förðunarvörum. Ég var stödd í smáralind og fór inn í verslun sem hét Elegant en er því miður ekki lengur starfandi. Þar fékk ég bestu þjónustu sem ég hef fengið í snyrtivöruverslun. Konan tók svakalega vel á móti mér og sýndi mér margar góðar vörur fyrir mína húð. Ég labbaði því mjög sátt út með fullt af góðum vörum. Ein af þeim vörum var Guerlain de lumiere farði, hann er svo ótrúega fallegur með ljóma sem frískar upp á útlitið án þess að glansa. Síðan þá hef ég elskað vörurnar frá Guerlain og var því hoppandi glöð að fá að prófa nokkrar vörur sem gefa fallegan ljóma.

Fyrstu þrjár vörurnar eru úr línu frá Guerlain sem heitir MÉTÉORITES. Ljóstækni Météorites breytir ljósi sem augað nemur ekki í óvenjulega fallegan ljósbaug við húðina, einnig regnboga tækni sem leiðréttir,jafnar og endurlífgar ásýnd húðar.

BABY GLOW- Þessi vara er í algjöru uppáhaldi! Þetta er afskaplega léttur farði með ótrúlega fallegum ljóma! Hann hentar vel fyrir daglega notkun þar sem hann gefur létta þekju, dregur úr roða og jafnar húðlit en húðin verður frískleg og falleg. Ég nota þetta eitt og sér með smá hyljara og sólarpúðri á daginn en ef ég er að fara eitthvað fínna blanda ég Baby glow út í farða sem er með meiri þekju. Ég nota litinn light sem hentar mér mjög vel, hann blandast alveg einstaklega fallega við húðina. Ég hef notað þennan í nokkur ár og er ekkert að fara að hætta því!

MÉTÉORITES MOISTURIZER & RADIANCE BOOSTER –Kremið er fyrsta húðvaran sem gefin er út í Météorites ljómalínunni. Mér finnst þetta krem vera meiri förðunarvara en húðvara, ég er með þurra húð og finnst kremið ekki gefa nægan raka en er mjög fínt yfir annað rakakrem. Það sem ég elska við það er þó að það gefur fallega áferð á húðina, fyllir upp í svitaholur og gefur fallegan ljóma. Mér finnst ljómin frá kreminu haldast allan daginn svo ef þið eruð að leita af förðunarvöru með húðvöru eiginileikum þá mæli ég með þessu ljómakremi..

MÉTÉORITES COMPACT POWDER –Þið kannist eflaust mörg við litlu ljóma perlurnar frá Guerlain en þær eru algjör klassík og hafa verið vinsælar í um 28 ár. Núna hefur Gurlain gefið út nýtt ljómapúður, en þetta er í rauninni það sama og perlurnar nema búið að setja það í fast form.  Ég nota litinn light en í honum er mattur grænn sem eyðir roða, mattur fjólublár sem frískar upp á húðina og dregur úr gulum tónum, mattur ferskjulitur sem birtir upp húðina og sanseraður hvítur sem gefur fallegan ljóma. Þegar öllu þessu er blandað saman á bursta og dustað yfir húðina skilur það eftir sig ótrúlega fallega áferð á húðinni og ljóma sem er engum líkur. Þetta hjálpar mér svo sannarlega á morgnanna og gefur mér fallegt og heilbrigt útlit þegar ég er eins og uppvakningur.

PRECIOUS LIGHT, ljómapenni- Þessi penni er ekki úr sömu línu og hinar vörurnar en er frábær vara að eiga í snyrtibudunni. Pennin hylur og lýsir upp augnsvæðið í leiðinni. Ég nota hann með öðrum hyljara ef ég er með mikla bauga eða ef ég er að fara eitthvað fínt. Það sem ég elska er að hann lýsir fallega augnsvæðið, betur en hyljari einn og sér. Ef þið eruð ekki með mikla bauga virkar hann alveg einn og sér. Ég nota litinn light.

xx

Íris Tara