Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Æðislegt millimál – hafrakökur í hollari kantinum

Þessar hollu og góðu hafrakökur eru tilvalið millimál. Það er auðvelt og fljótlegt að búa þær til og svo eru þær líka dásamlega góðar!

Innihald:

3 þroskaðir bananar

1/3 bolli eplamauk

2 bollar hafrar

1/4 bolli möndlu mjólk

1/2 bolli dökkt súkkulaði

1 teskeið vanilludropar

1 teskeið kanill

Stappið bananana og setjið öll hráefnin saman í skál og hrærir vel. Búið til kúlur og bakið í ofninum um 15-20 mínútur.

Kveðja

KRÓM
Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR

10255681_511039629002398_3516793592705616878_n7