Íris Tara skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Æðislegt og fljótlegt Nutella bananabrauð !

Það sem þú þarft:

3 stór egg eða 4 lítil

2 bollar af stöppuðum bönunum (Best ef þeir eru vel þroskaðir)

1 bolli púðursykur

1/2 bolli ósaltað smjör, brætt

1/2 bolli mjólk

2 teskeiðar vanilla extract

3 bollar hveiti

2 teskeiðar lyftiduft

1 1/2 teskeiðar matarsódi

1 1/2 teskeið salt

1/2 bolli Nutella

Aðferð:


Hitið ofninn við 180° og smyrjið form með smjöri

Stappið saman banana og setjið til hliðar.

Setjið saman í skál sykur, smjör, mjólk, egg og vanillu og hræðrið saman. Setjið í aðra skál hveiti, lyftiduft, matarsóda og salt og hrærið saman. Bætið síðan þurru hráefnunum við þau blautu og blandið þar til þið náið réttri áferð. Bætið síðan við banönum og hrærið með sleif saman við deigið.

Setjið Nutella í skál inn í örbylgjuofn í um 20 sek til að mýkja það. Setjið 2/3 af Nutella ofan í deigið og hrærið með sleif

Ekki hræra því of vel saman við degið.

Skiptið deginu jafnt í 2 form .

Bætið restinni af Nutella við og hrærið lauslega saman við degið til að fá fallegar rákir. Setjið í ofninn og bakið í um 45 mínútur.

Leyfið brauðinu að kólna í um 10 mínútur.