Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Ert þú í jólafíling? Chocolate Crinkle Cookies

ÞETTA ERU EIN AF UPPÁHALDS SMÁKÖKUNUM MÍNUM, ÞÆR BRÁÐNA Í MUNNINUM..

ÞÚ ÞARFT..

2 1/2 DL HVEITI
2x MATSKEIÐAR KAKÓ
1x TSK LYFTIDUFT
1/2 TSK MATARSÓDI

100 GR 70% SÚKKULAÐI
100 GR SUÐUSÚKKULAÐI
35 GR SMJÖR
2x STÓRAR MATSKEIÐAR SÍRÓP

2x EGG
3/4 DL SYKUR
1x MATSKEIÐ MJÓLK
2x TSK VANILLUDROPA
1x TSK MÖNDLUDROPA

– TIL AÐ VELTA KÖKUNUM UPPÚR
1x DL FLÓRSYKUR
2x TSK VANILLUSYKUR (MÁ SLEPPA)

-BLANDIÐ SAMAN ÞURREFNIN. (EKKI FLÓRSYKUR)
-BRÆÐIÐ SAMAN SÚKKULAÐI OG SMJÖR YFIR VATNSBAÐI, BÆTIÐ VIÐ SÍRÓPI.
-Í STÓRRI SKÁL, HRÆRIÐ EGG OG SYKUR SAMAN Í 2 MÍN, BÆTIÐ VIÐ DROPUM OG MJÓLK.
-BLANDIÐ ÞURREFNI SAMAN VIÐ EGGJABLÖNDUNA, NOTIÐ SLEIF.
-KÆLIÐ DEIGIÐ Í ÍSSKÁP Í 40 MÍN.
-SETJIÐ FLÓR- OG VANILLUSYKUR Í SKÁL.

-HITIÐ OFNINN Í 180°C.

-TAKIÐ UM TESKEIÐ STÓRAR KÚLUR AF DEIGI, VELTIÐ ÞEIM UPPÚR FLÓRSYKRINUM OG HNOÐIÐ KÚLU.
-LEGGJIÐ Á BÖKUNARPAPPÍR OG BAKIÐ Í 9-11 MÍN, FER EFTIR STÆRÐ. (ATH. AUÐVELT AÐ OFBAKAST SVO FYLGIST VEL MEÐ BAKSTURS TÍMA)

-NJÓTIÐ xx

-Aldís