Andrea S skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Andrea – Hugmyndir af skemmtilegum fjölskyldu afþreyingum í sumar

Ég er svo hrikalega spennt fyrir sumrinu. Núna er ég að fara ganga inn í mitt fyrsta sumar með lítið barn og ég er alveg ótrúlega spennt yfir því. Ég og kærastinn ætlum að eyða sumrinu á Íslandinu góða (aldrei þessu vant) og höfum við verið dugleg að skrifa niður þá hluti sem okkur langar að gera og reyna finna skemmtilega hluti til að gera sem fjölskylda yfir sumarið.

Mig langar svo að ferðast aðeins um fallega landið okkar en ég hef verið skelfilega léleg í því (eiginlega skammast mín smá hversu lítið ég hef séð af fallega landinu mínu). Mig langar svo að taka fallegar myndir en það hefur alltaf verið áhugamál mitt að taka skemmtilegar og fallegar myndir svo ég ætla vera dugleg af því í sumar og deila með ykkur hér og á Instagramminu mínu.

Ef þið kæru lesendur eru með góðar hugmyndir megi þið endilega kommenta hér fyrir neðan og bæta við listann minn en við erum búin að vera skoða hvað okkur langar að gera sem fjölskylda þar sem litlan okkar, sem er ekki nema 10 mánaða mun að sjálfsögðu koma með okkur í ferðalagið.

Hér koma nokkrar af þeim hugmyndum sem okkur langar að gera og staðir sem okkur langar að heimsækja.

Slakki – Andrea Rafns ELSKAR dýr og af myndum að sjá þá lítur þetta út fyrir að vera himnaríki barna

Friðheimar og smakka þessa umtöluðu tómatsúpu sem á að vera svo góð

Rauðisandur langar að fara og taka dásamlegar myndir

Látrarbjarg

Vík í Mýrdal

Reynisfjara

Berjamó í lok sumars (sanka að mér nóg af bláberjum en þau eru vinsæl á mínu heimili)

Gamla laugin á Flúðum 

Secret lagoon

Mýrarkot spa 

Finna fullt af skemmtilegum sundlaugum og langar þá mikið að fara í “Infinity pool” eða sundlaugina á Hofsósi

Fara í skemmtileg náttúruböð sem má finna víða um landið.

Sólheimasandur (Verð að sjálfsögðu að vera jafn cool og Justin Bieber og rúlla mér niður flugvélin á einhverju framandi)

Skoða nóg af skemmtilegum Fossum í kringum landið (og taka fullt af fallegum myndum)

Fara í nóg af útilegum og útihátíðum og nýta tækifærið og skoða alla þessu skemmtilegu staði sem okkur langar svo að ferðast til með litluna okkar.

Fara í skemmtilegar gönguferðir og ferðast á nýjar slóðir sem við höfum ekki enn farið á og spóka okkur um landið. Ég vona svo innilega að við fáum gott sumar og sólin fari að láta sjá sig.

Endilega komið með fleiri skemmtilegar hugmyndir – mér veitti ekki af enda algjör nýgræðingur þegar kemur að mínu eigin landi og langar að nýta sumarið sem best.

Ó og svo margt fleira. Mér finnst svo gott að geta gluggað aðeins á listann ef við erum í pælingum hvað skuli gera. Við ætlum einnig að smíða pall hjá okkur í sumar í smá retro fýling svo ég leyfi ykkur að fylgjast með því. Ég er dugleg að sýna allskonar breytingar á heimilinu á Instagramminu mínu og var nýlega að smíða hillu í stofunni sem ég sýndi á Instagram. Þið getið fylgst með mér undir andreagudrun – tek vel á móti öllum.

Þangað til næst