Andrea S skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Andrea – Hvað er hægt að skoða á Snæfellsnesi ?

Við litla fjölskyldan fórum hringinn í kringum Ísland í sumar (eins og einhver ykkar hafið kanski lesið hér á króm.is) en við tókum Snæfellsnesið ekki með í okkar hringferð, einfaldlega útaf því við höfðum ekki tíma.

Við vorum síðan ekki með nein plön um Verslunarmanna helgina sem leiddi okkur óvænt á Snæfellsnesið með góðum vinum. Þetta var algjörlega spontant og var ég því ekkert búin að kanna hvað Snæfellsnesið hafði upp á að bjóða. Ég verð að viðurkenna að af öllum stöðum sem við skoðuðum í hringferðinni okkar þá stóð Snæfellsnesið eiginlega upp úr. Það var svo gaman að upplifa svona óvænta ferð og skoða svona fallega staði, ég bjóst engan veginn við því að Snæfellsnesið leyndi svona á sér.

Það er líka svo frábært hvað þetta er stutt frá bænum svo það er ekkert mál að fara í dagsferð og spóka sig þar um.

Að sjálfsögðu tók ég myndir af þessari fegurð en ég er dugleg að deila á mínu Instagram-i skemmtilega staði sem við heimsækjum og almennt eitthvað sem mér finnst áhugavert.

Fyrir áhugasama þá er ég undir andreagudrun á Instagram

Langar svo að koma inn á eitt atriði. Í hringferðinni okkar í sumar klikkaði ég algjörlega á því að fara vel skóuð! Ég sé svo ótrúlega mikið eftir því þar sem við vorum mikið að hoppa inn og út úr bílnum á hinum og þessum stöðum. Við löbbuðum rosalega mikið og vorum að skoða allskonar staði hér og þar. Ég endaði síðan ferðina á að slasa mig á ökkla eftir að hafa hrasað vegna þess hversu hrikalega illa skóuð ég var og það var ömurlegt að vera haltrandi um. Ég er með mjög lélega ökkla svo ég þarf mikin stuðning en ég er mjög léleg að vera í réttum skóm og var þetta því mjög vanhugsað. Ég var það svekkt yfir því að hafa ekki hugsað betur út í þessa hluti áður en við lögðum af stað svo það fyrsta sem ég gerði þegar við komum í bæinn eftir hringferðina okkar var að fjárfesta í gönguskó á mig og Þorbjörn.

Það er svo mikilvægt að vera í góðum skóm þegar maður er mikið á ferðinni og að labba mikið. Eins förum við Þorbjörn reglulega í fjallaferðir svo það var því alveg komin tími á það að kaupa okkur góða skó!

Af þeim stöðum sem við skoðuðum skó fannst mér Fjallakofinn með lang besta og flottasta úrvalð.

Við fengum okkur Scarpa gönguskó (alveg eins meira að segja) en skórnir sem við fengum okkur heita Scarpa Kailash Pro Gtx við ætluðum upprunalega að fá okkur Scarpa Terra Gtx en eftir að hafa fengið smá upplýsingar um muninn á þeim þá ákváðu við að taka fyrri skónna þar sem þeir eru aðeins grófari og meiri “gönguskór”. Ég mun koma með betri færslu varðandi skónna en ég get ekki mælt nógu mikið með þeim! Ég fór til þeirra og sagði þeim hvað ég hafði í huga og hvað ég myndi vera nota skónna í og þau voru algjörir fagmenn þegar það kom að leiðbeina manni.

Þið getið skoðað:
Dömu gönguskónna HÉR 
Herra gönguskónna HÉR

Ég sé einmitt að það eru 20% haust afsláttur af völdum skóm hjá þeim núna – þannig ef þú ert í hugleiðingum á að kaupa þér skó þá mæli ég HIKLAUST með Scarpa gönguskónnum.

Við fórum nefnilega í annað ferðalag viku eftir “hringferðina” okkar þannig það má því segja að við vorum lítið heima í sumar. Það var því einstaklega skemmtilegt að skoða sig um í nýjum og góðum skóm! Fékk mig til að vera í raun mun virkari að nenna að labba um.

Ég hef svo margt að segja um skónna að ég mun koma með færslu um þá eitt og sér! Ég er gjörsamlega búin að ofnota þá síðan við fengum þá!

EN yfir í Snæfellsnesið ..

Í öllum okkar ferðum hef ég deilt miklu á Instagram og deili þar reglulega skemmtilegum viðburðum, ferðum ofl þar inni. Ég tek mikið af vidjóum en þar sem ég get ekki deilt þeim hér inn þá langaði mig að deila með ykkur myndum sem ég deildi á Instagram fyrir fylgjendur mínar þar.

Við byrjuðum ferðalagið á að stoppa við í bústað hjá vinum okkar rétt hjá Húsafelli en þar rétt hjá eru mjög skemmtilegir fossar sem hafa mjög skemmtilega sögu.

Mæli með að skoða Barnafoss & Hraunfoss

Við keyrðum síðan yfir á Snæfellsnesið. Fyrsta stopp var Grundarfjörður þar sem fallega Kirkjufell blasir við manni.

Frá Grundafirði keyrðum við yfir á Hellissand en það er virkilega krúttlegur bær. Okkur var bent á að skoða ströndina þar en hún er fallegasti staður sem ég hef komið til hér á Íslandi. Ég á bágt með mig að birta fáar myndir en þessi strönd er algjör perla. Ströndin heitir Skarðsvík og ég mæli 100% með að fara þangað. Ég mun klárlega fara aftur!

Eins og þeir sem þekkja mig og þeir sem hafa fylgst með ferðum okkar í sumar vita, þá er ég með blæti fyrir fallegum vitum. Það var því ekki spurning að skoða fallega vitann á Hellissandi! Algjörlega þess virði að keyra inn eftir víkinni að honum. Vitinn heitir Svörtuloftaviti. Það kom mér virkilega á óvart hvað þetta var fallegur staður, verð að viðurkenna að mér fannst skemmtilegra að skoða fuglana þar heldur en á Látrabjargi.

Yndislegu vinir okkar Elvar og Eyrún.

Elvar var algjör hetja að nenna að skoða sig um en hann var á hækjum alla ferðina en lét það svo sannarelga ekki stoppa sig – metnaður í mínum manni!

Við gistum á Hellissandi 1 nótt og daginn eftir fórum við í Dritvík & Djúpalónssand. Ég var eiginlega orðlaus alla ferðina þar sem ég bjóst enganveginn við því hversu fallegst Snæfellsnesið er og það var svo gaman að skoða sig um þar og svo margt hægt að skðoa.

Tókum síðan bjórstopp við Hellnar að skoða gamla bryggju. Hellnar er eitt af elstu sjávarþorpum á vesturhluta á Snæfellsnesi en þar var einu sinni stærsti fiski/veiði staður á skaganum. Virkilega fallegur staður þar sem hægt er að fara inn í Helli og skoða sig um. Mæli mikið með!

Enduðum síðan Snæfellsnes ferðina á Arnarstapa! Must see!!

Réttarasagt enduðum við ferðina upp í bústað hjá vinafólki okkar en mikið mæli ég með því að skoða Snæfellsnesið, ég eiginlega get ekki sagt það nógu oft!

Þangað til næst

Hægt að fylgjast með mér á:

Instagram: andreagudrun eða www.instagram.com/andreagudrun