Andrea S skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Andrea – Instagram-ið mitt

Mig langar til að koma með smá öðruvísi blogg í þetta skiptið. Það er ekki svo langt síðan að ég opnaði Instagram-ið mitt og langaði mér að deila því með ykkur.

Þið finnið mig á Instagram undir nafninu

andreagudrun

Þar sýni ég mikið frá heimilinu okkar, skemmtilegum DIY verkefnum, dóttir minni og allt sem mér þykir fallegt.

Ég er mikill áhugaljósmyndari og hef verið að fikra mig svolítið áfram með myndavélina og þykir mér ekkert skemmtilegra en að taka fallegar myndir. Instagram-ið mitt er mikil samblanda af dóttir minni, hönnun og heimili.

Ég hef deilt á Instagram-inu mínu bæði þegar ég smíðaði borðstofuborðið okkar og nýlega smíðaði ég hillu sem er inn í stofu hjá okkur. Þið getið skoðað færslurnar með borðinu hér og hillunni hér)

Það nýjasta sem ég hef verið að deila á Instagram-inu mínu eru pallasmíði sem eru enn í fullu fjöri en við erum að smíða pall  mjög óhefðbundin pall en hann er smíðaður úr pallettum svo það mætti því segja að ég sýni oft auðveldar og ódýrar lausnir inn á Instagram-inu mínu en pallurinn hefur hingað til kostað okkur 10.000 kr. sem er allt sem við höfum þurft að kaupa (skrúfur, viður og innifalið í þessari upphæð er bensín meira að segja .. believe it or not).

Þið getið fylgst með inn á Instagram story hjá mér næstu daga en við erum að fara leggja lokahönd á pallinn. Það hafa þó verið gerðar smá breytingar á plani en ég er búin að sýna ferlið frá byrjun og kom nýlega með færslu um það hér 

Síðan hlakka ég til að deila með ykkur “nýjum lið” sem mig langar til að prufa í sumar bæði inn á Instagram-inu mínu og hér inn á Króm.is en við litla fjölskyldan ætlum að fara hringinn í kringum Ísland með 10 mánaða dóttir okkar og ætlum við að vera í fellihýsi.

Ég hef aldrei ferðast um Íslandi og er ótrúlega spennt að sjá fallega landið okkar. Ég skammast mín eiginlega smá fyrir það að hafa nánast ekkert séð eða gert og fannst mér sumarið í ár tilvalið. Mér finnst einnig gaman að geta tekið dóttir mína með en við mæðgur erum því að fara skoða landið okkar saman í fyrsta skiptið.

Ég ætla því að deila með ykkur okkar hugmynd af  hring í kring um Ísland og mun ég vera með einskonar “ferðablogg” og eins vera “live” á Instagram á hverjum degi. Ég mun sýna ykkur hvernig dagarnir okkar skiptast upp, hvað við skoðum yfir daginn og hvar við munum koma til með að gista. Ég stefni á að skipta allri ferðinni upp í daga og mun deila með ykkur í lok hvers dags hvað var skoðað og hvert næsta skref mun vera.

Ég er með mikið blæti fyrir gömlum náttúrulaugum, fallegum vitum og kirkjum og það klassíska … fossum! Hringurinn okkar verður því samblanda af þessu öllu saman og mig hlakkar mikið til að deila þessu ferðalagi með ykkur. Á miðju ferðalagi erum við einnig að fara í brúðkaup sem verður “úti brúðkaup” svo það mun koma sér vel að vera á fellihýsi yfir þann tíma.

Ég mun stefna á því að koma með blogg á meðan ferðinni stendur og mun klárlega koma með tips með skemmtilegum stöðum til að skoða, hvað er skemmtilegt að skoða og gera með lítil börn og hvað er must að hafa með sér í svona langt ferðalag þar sem við munum eyða mestum tímanum okkar úti í náttúrunni. Það er því mikill hausverkur fyrir mig hvað ég þarf að taka með bæði fyrir mig og dóttir mína (og kærastann því hann pælir ekki mikið í svona hlutum).

Ég er þegar byrjuð að sanka að mér fötum fyrir dóttir mína og mun klárlega deila því með ykkur hvað þarf að hafa með í svona ferðalag á svona lítil kríli en hún er ekki nema rúmlega 10 mánaða og það þarf að hafa allskonar fatnað með.

Hlakka mikið til að taka ykkur með í ferðalagið okkar en við förum af stað 10. júlí (en ég er þegar byrjuð og við skellum okkur oft í dagsferðir sem ég hef deilt inn á Instagram story).

Þangað til .. Hér eru nokkrar myndir af Instagram-inu mínu

Sjáumst á Instagram

Þangað til næst

Guðrún Andrea Sólveigardóttir