Andrea S skrifar Flokkað undir Heimili & Arkitektúr.

Andrea – Ódýr lausn smíðaði mína eigin hillu

Já þið lásuð það rétt. Ég var að ljúka við að hengja upp hilluna sem ég smíðaði sjálf (ok eða afi var að hengja hana upp fyrir mig).

Ég á það til að smíða húsgögnin mín sjálf ef ég finn þau ekki út í búð (eða hef ekki efni á þeim). Sem fátækur námsmaður með áhuga á fallegri hönnunn þá þarf maður stundum að láta sig dreyma og koma með það “næst besta” þangað til maður hefur efni á dýrari húsgögnum.

Ég verð þó að viðurkenna að þau húsgögn sem ég hef smíðað er ég ótrúelga stolt og ánægð með. Ég smíðaði til að mynda eldhúsborðið mitt fyrir ekki svo löngu. Þið getið séð allt um það HÉR

Ég er mjög ákveðin að eðlisfari og þegar ég veit hvað ég vill er erfitt að breyta skoðun minni. Þegar við kærastinn keyptum okkur íbúðina sem við búum í þá vorum við ekki með mikið á milli handanna og mig langaði ekki bara í “eitthvað borð”. Það varð að vera stórt og fallegt því það er í raun hjartað í íbúðinni.

Núna hefur liðið 1,5 ár síðan við fluttum inn og hefur stofan mín verið ansi tómleg í þann tíma. Ég er búin að vera bókstaflega í 1,5 ár að koma mér í það að smíða hilluna sem mig langaði að fá á vegginn. Mig langaði alltaf að hafa vinsælu Hansa hillurnar en að fá slíkar á góðu verði í dag er nánast ófinnanlegt. Ég vildi ekki eyða of miklum pening enda með nýtt barn á heimilinu svo peningana þarf að hugsa vel um. Draumurinn var þó alltaf að hafa fallega String hillu en við skulum bara bíða til betri tíma með það. Sá dagur kemur .. bara hægt og rólega.

Ég vildi samt þetta Hansa, String hillu “look” svo ég ákvað að búa mér til auðvelda en fallega hillu. Hún kostaði mig í heildina 15.000.- kr. og vá hvað ég er ánægð með hana!

Ég “hannaði” lookið á hillunum sjálf eða ég í raun ákvað hvernig ég vildi hafa spíturnar, stærðina á þeim og bilið á milli. Ég notaði teikniforritið Google Skethup en það er frítt teikniforrit. Þegar ég er með hugmynd í hausnum sest ég niður fyrir framan tölvuna og teikna þar allskonar hugmyndir sem mér dettur í hug. Ég var í hönnunarnámi í næstum 4 ár svo ég sakna þess oft að teikna og pæla. Ég eyddi miklum tíma á pinterest til að fá hugmyndir og stúteraði stærðir og breiddir á hillum til að bera saman við. Þetta er í mjög einfalt í framkvæmd og er í raun og veru ekkert flókið en þetta tekur sinn tíma. Maður æfir vel þolinmæðina.

Hérna er lokaútkoman í teikniforritinu Google Sketch up. Ég nota það ótrúlega mikið.

Það sem þú þarft til þess að smíða svona hillu er:

-Viður (viðurinn sem ég er með er birki krossviður)
– Viðar bæs
– Lakk
– Veggfestingar
– og að sjálfsögðu nóg af sandpappír

Ég er svo heppin að ég fékk viðinn gefins. Fósturpabbi minn gaf mér viðinn í hilluna svo ég er ekki með verð á honum því miður en það er hægt að fara ýmsar leiðir og valið óteljandi. Því næst lét ég saga út þær hillur sem ég var búin að teikna og svo tók sandpappírinn við. Ég verð að viðurkenna að ég er ótrúelga óþolinmóð manneskja og þegar ég byrja á svona verkefnum þá get ég ekki hætt fyrr en þau eru búin og vinnan sem fer í sandpappírinn er ekki sú vinsælasta, en hún skilar besta árangrinum. Ég keypti mér síðan viðar bæs en mér finnst best að nota spritt bæs og notaði ég þetta hérna (notaði þetta einnig þegar ég smíðaði borðstofuborðið mitt). Þetta viðarbæs fæst til dæmis í Byko og Bauhaus. Ég keypti litinn TEKK.

Mér finnst mjög mikilvægt að lakka yfir hillurnar, bæði til að ná fram fallega Tekk litnum og einnig til að verja viðinn frá höggi og allskonar “hnjaski” .. afi gamli er búin að kenna mér ýmislegt þegar kemur að meðhöndlun á við. En ég vill ekki að lakkið “sjáist” svo ég kaupi það matt. Ég keypti þetta lakk hér:

Að smíða þín eigin húsgögn er þolinmæðisvinna en vá hvað hún skilar sér í lokinn. Ég viðurkenni fúslega að ég er mjög stolt af lokaútkomu.

Að lokum keypti ég mér svo festingar á vegginn. Eins og ég tók fram þá vildi ég fá þetta “Hansa, String hillu” look og vildi fá veggfestingar og hillubera sem líktust því. Ég kannaði úrvalið í Bauhaus, Byko og Húsasmiðjunni. Ég vildi fá þær Svartar en þær tóna betur við heimilið og endaði á að kaupa þær í Bauhaus en þau eru þau einu sem selja svartar festingar.

Ég tók ekki góðar myndir við gerð hillunnar en ég sýndi ferlið inn á Instagram. Ég hætti alfarið á Snapchat fyrir jól og færði mig yfir á Instagram og Instagram story og er mjög virk að sýna allskonar hluti þar inni hvort sem það tengist hillusmíði, barnavörum eða allskonar sniðugu.

Ég klikkaði alveg á að geyma myndirnar sem ég tók af ferlinu en ég fann þetta í símanum. Þetta er þó aðeins smá partur af ferlinu.

Hér kemur síðan lokaútkoman.

Ég er ekki alveg búin að ákveða hvernig ég vill raða í hana svo þetta mun breytast eitthvað með tímanum. Það á eftir að hengja upp myndir sem eiga að vera bæði á veggnum við hliðiná og svo vill ég hengja myndir inn í hillunni – það kemur með tímanum. Ég er dugleg að sýna af henni inn á Instagramminu mínu svo þið getið skoðað fleiri myndir þar (andreagudrun) ég pósta mikið í Instagram Story.

Ég er ánægð með lokaútkomuna. Ég lét saga út auka hillur sem ég get bætt inn í eða breytt eftir hentugleika. Ég er mjög leiðigjörn svo það gæti verið gaman að breyta til með því að bæta við nokkrum hillum eða breyta uppsetningunni. Ég ætla setja málverk á veggina á milli hillunnar vinstramegin svo ég hlakka til að deila með ykkur fleiri og skemmtilegri myndum af þessari auðveldu lausn af hillu.

Þangað til næst

Ég er dugleg að pósta á Instagram story allskonar hér af heimilinu og af smíðavinnum eins og þessum. Þú ert velkomin að fylgja mér á instagram – þú finnur mig undir andreagudrun

Screen Shot 2016-07-18 at 21.02.28