Andrea S skrifar Flokkað undir Tíska & Hönnun.

Andrea – Samfellur á litlu krílin

Þið pælið kanski í því afhverju ég sé að blogga um samfellur á krílin. Jú það er einfaldlega út af því að ég hreinlega elska þær og má til með að deila því með ykkur.

Ég hef oft talað um það áður að mér þykja barnafötin í Lindex alveg æðisleg. Þau eru mörg svo hrikalega falleg og á mjög góðu verði og tala ég nú ekki um hversu mjúk þau eru en þau eru úr 100% lífrænum bómul.

Ég er búin að eiga þessar samfellur frá því dóttir mín var ungabarn og ég er eiginlega á pínu bömmer að þær eru bara til í stærð 56-86 en ég er komin upp í stærð 80 núna. Mér finnst líka svo mikill kostur á því hvernig stærðinar í Lindex eru samkvæmar sjálfum sér. Þau henta að mínu mati íslenskum börnum vel.

Ég hef alltaf keypt samfellurnar með blúndunni sem koma tvær saman í pakka, ein fölbleik og ein hvít en ég ákvað að prufa nýja týpu núna (en ég kaupi alltaf þessar sem koma 2 saman í pakka). Litlan mín er alltaf í samfellu innanundir fötunum sínum og finnst mér þessar samfellur lang bestar. Þær haldast nákvæmlega eins þótt svo að ég þrífi þær eftir hverja notkun en það sést ekki á þeim. Ég hef átt samfellur úr hinum og þessum búðum og þær eiga ekki séns í Lindex samfellurnar (að mínu mati).

Það skemmir sko heldur ekki fyrir hversu ótrúlega fallegar þær eru og á góðu verði en ég leyfi myndunum að segja rest.

Leyfi þessum að fljóta með .. Hún var svo ánægð með sig í morgun þegar hún fékk að koma upp í til mín en hún svaf í sínu herbergi í fyrsta sinn í gær svo það var mikil gleði að fá að koma aftur í mömmu og pabba ból.

Þangað til næstScreen Shot 2016-07-18 at 21.02.28Þú ert velkomin að fylgja mér á instagram – þú finnur mig undir andreagudrun