Andrea Sigurdar skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Andrea Sigurðar er mikill Eurovision aðdáandi og fékk Svölu Björgvins í létt spjall

Svala Björgvins er ein af okkar fremstu söngkonunum. Hún býr í Los Angeles og er  í bandinu Blissful. Svala tekur í fyrsta skipti þátt í Undankeppni Eurovision  sem laga og  textahöfundur ásamt því að flytja lagið sjálf.

En hún tók þátt sem lagahöfundur  árið 2008 og samdi þá  lagið Wiggle Wiggle Song sem Haffi Haff söng. Svala situr í dómara sæti í þættinum The Voice Ísland og er einnig að fara gefa út nýtt lag með bandinu Blissful og tónlistarvideo við það lag. Hún segir að upprunulega var Paper ekki samið fyrir söngvakeppnina en lagið passaði þó vel í keppnina.

Ég er harður Eurovision aðdáandi fékk Svölu í létt spjall!

Segðu okkur aðeins frá venjulegum degi í I þínu lífi sem söngkona:

Það er svo mismunandi eftir því hvað ég er að fást við.  Einsog þegar ég er að vinna í Voice þá er ég að vinna með liðinu mínu og við erum að ákveða lögin þeirra og æfa þau og allsyns fleira.  Sumar vikurnar bý ég í stúdíóium ef við erum að semja tónlist og taka upp.  Vinnan mín er mjög fjölbreytileg og ég ferðast mjög mikið um heiminn út af henni.  Alltaf eitthvað spennandi verkefni í gangi og aldrei neinn dagur eins.

 

Hvenær byrjaðir þú að syngja?

Ég byrjaði að syngja þegar ég var smábarn en tók fyrst uppí stúdíói þegar ég var 7 ára og söng þá bakraddir í lagi með Ómari Ragnarsyni.  Og hef verið syngjandi síðan.

Hefuru tekið áður þátt í Eurovision?

Já ég tók þátt sem lagahöfundur 2008 og samdi þá til dæmis lagið Wiggle Wiggle Song sem ég lét Haffa Haff syngja.  Þetta er í fyrsta skipti sem ég tek þá sem lagahöfundur og flytjandi.

Hvað ýtti þér út  í að taka þátt í Eurovision?

Þetta var hugmyndin hans Einars eiginmanns mín.  Við sömdum lagið mitt Paper fyrir ári síðan í LA þar sem við höfum verið búsett í 8 ár eða svo.  Nokkrum mánuðum eftir við sömdum lagið þá stakk hann uppá því að senda það inní Söngvakeppnina og ég bara ákvað að slá til og prófa þetta sem flytjandi svona einu sinni.  Þetta var aldrei planað fyrirfram eða neitt þannig.

Hvert er þitt allra uppáhalds Eurovision lag?

Ég hef alltaf haldið mikið uppá lagið sem Celine Dion söng 1988 fyrir hönd Sviss og vann.

JÚRÓ-TRÚNÓ Svölu, Selmu Björns og Jóhönnu Guðrúnu #TeamSvala

JÚRÓ-TRÚNÓ með Selmu Björns og Jóhönnu Guðrúnu #TeamSvala #CarpoolKaraoke

Posted by SVALA on Wednesday, March 8, 2017

 Hvað er tónlíst fyrir þér?

Tónlist er næring fyrir sálina og gerir lífið bærilegt.  Tónlist tengir okkur saman og tónlist hjálpar okkur í gegnum erfiða tíma.  Tónlist er með okkur einnig þegar við upplifum góða tíma.  Tónlist er lífið.

 Hvaðan færð þú innblástur varðandi þína förðun og tísku?

Bara allstaðar að.  Úr gömlum bíómyndum, tískublöðum, tónlistarmyndböndum, frá öðru fólki sem mér finnst smart.

Nú er texti og lagið “Paper” samið af ykkur hjónunum var þetta upprunulega Eurovision lag?

Lagið var ekki samið sérstaklega fyrir Söngvakeppnina.  En við urðum svo sammála því nokkrum mánuðum seinna að lagið myndi passa vel í svona keppni og gæti komist mjög langt ef það myndi keppa erlendis.  Enda ótrúlega international lag og með rosalega grípandi viðlagi og texta sem allir geta tengt við.

Hvað er annars framundan hjá þér?

Ég er að fara keppa í lokakeppni Söngvakeppninni næsta laugardag.  Svo erum við að fara gefa út nýtt lag með bandinu okkar Blissful og tónlistarvideo við það lag.  Við erum að fara í stúdíó til að taka upp fullt af nýjum lögum.  Margt spennandi framundan.

Instagrammið mitt fyrir fólk sem vill followa

https://www.instagram.com/svalakali/

Facebook fan page ef fólk vill læka

https://www.facebook.com/svalakali/?ref=bookmarks

Snapchat er svalakali

 

Áfram Svala

Andrea Sigurðardóttir