Andrea S skrifar Flokkað undir Heimili & Arkitektúr.

Andrea – Snilldar hugmynd! Þú getur smíðað pall í sumar nánast ÓKEYPIS!!

Ok örlítið dramatískur titill en að mínu mati verð ég að segja að þessi leið sem við kærastinn fórum er ókeypis, nánast! Við höfum hingað til  eytt 2000 kr. í skrúfur (og ég í rauninni borgaði þær ekki einu sinni sjálf þar sem afi fór í Byko og keypti þær). Þeir sem þekkja mig vita að ég fer ekki alltaf hefðbundnar leiðir í lífinu og þetta er dæmi um það.

Þegar við keyptum íbúðina í byrjun árs 2016 þá var garðurinn okkar ekki upp á marga fiska. Hann leit hryllilega út. Fólkið sem við keyptum af ætluðu að fara í allsherjar framkvæmdir og smíða pall en svo seldu þau og við enduðum með þennan glæsilega garð. Kvöldsólin er ólýsanleg og mig langar ekkert meira en að sitja með einn ískaldann á pallinum í kvöldsólinni svo núna er tíminn.

Eins og þið sjáið þá er þetta ekki mjög fallegt. Við vissum að þetta var verkefni sem við vildum fara í en þegar við keyptum var ég ólétt og það var margt annað sem við vildum setja í forgang. Sumarið í ár var því tilvalið en ég er enn í fæðingarorlofi og því fjárhagurinn fyrir pallinn ekki beint til staðar (og það leið næstum yfir mig þegar ég fór og fékk tilboð í pall, guð hjálpi mér hvað þetta er dýrt).

Ég var samt svo staðráðin í því að hafa garðinn ekki lengur svona druslulegan. Ég fékk þá snilldar  hugmynd um að nýta pallettur (vörubretti) til þess að láta garðinn líta skítsæmilega út svo hægt sé að nýta kvöldsólina.

Ég hef áður smíðað garðhúsgögn úr pallettum (vörubrettum) þegar við bjuggum í Danmörku enda er þetta “frír viður” eða í okkar tilfelli var það frítt þar sem kærasti minn fékk palleturnar í vinnunni sinni. Ég vann síðan einu sinni með stelpu sem gerði sinn pall úr pallettum og lokaútkoman var stórkostleg svo ég vissi að þetta væri möguleiki. Mikil vinna, en möguleiki.

Við erum nú ekki nema hálfnuð í ferlinu og ég verð að segja að ég hlæ mig máttlausa á hverjum degi en ég sit að mestu á hliðarlínunni með hugmyndina mína í hausnum en kærasti minn, Þorbjörn og afi minn eru að hjálpast að við að smíða pallinn. Afi hefur sett sig í verkstjóra starfið og við köllum hann í gríni harðstjórann og Þorbjörn greyið verkamanninn en þeir eru eins og Knoll og Tott. Ég hreinlega get þá tvo ekki saman en ég hlæ mig máttlausa yfir samræðunum þeirra. Við erum samt svo óendanlega þakklát fyrir hjálpina frá afa enda værum við ábyggilega ekki að smíða pallinn ef það væri ekki fyrir hann þar sem hann er mastermind-ið á bak við allt þrátt fyrir hugmyndina í mínum haus. Tengdapabbi er líka búin að vera yndislegur að hjálpa okkur og þeir tveir eru búnir að lána okkur öll heimsins tæki sem þarf í svona framkvæmdir enda hef ég ekki hundsvit á því hvernig svona virkar – ég er bara með hugmyndina en ekki færnina í þetta. Svo afi og Loftur TAKK fyrir hjálpina.

Ég er búin að vera sýna ferlið á Instagram (andreagudrun) og er þetta orðið eins og sápuópera að fylgjast með þeim. Smíðin hafa allavegana slegið í gegn svo ef þú hefur áhuga á að sjá hvernig pallettur eru nýttar í pallasmíði þá endilega fylgstu með. Ég set allt í instagram story og ég setti til dæmis helling inn í dag en til þess að sjá daginn í dag þarftu að ýta á myndina af mér á instagram og þá birtist upp allt sem ég setti (virkar svipað og snapchat fyrir þá sem hafa ekki séð instagram story áður). Einhverja hluta vegna þá hét kærasti minn Bobbus í allan dag, en afi er með mjög spes húmor sem enginn skilur stundum en við hlægjum þó mikið að.

Þú finnur mig á instagram undir andreagudrun eða HÉR

Ég er mjög dugleg að sýna allskonar sniðugt inná instagram story .. #andreaáflandri er líka að fara í gang en við ætlum að þræða allt Ísland í sumar (ok allavegana hringinn) og leyfa ykkur að fylgjast með

 

Ælta að henda inn nokkrum myndum sem ég hef tekið so far hér að neðan. Gæðin á myndunum er ekkert spes en ég tek svo margar myndir beint inn í instagram story og mörg video sem ég tek af ferlinu rata beint þar inn en ég næ ekki að setja lengur inn video hér. Ég tók því nokkur “screenshot” af þeim videoum sem ég hef tekið upp (fyrir ykkur að sjá). Mig langar bara svo að sýna ykkur stöðuna og mun að sjálfsögðu koma með færslu með lokaútkomu en so far höfum við ekki þurft að eyða krónu við þessar framkvæmdir og þetta stefnir allt í virkilega gott pallasumar. Ég mæli mjög mikið með þessari aðferð.

Hlakka mikið til að sýna ykkur lokaútkomu en við erum sirka hálfnuð núna.

Við erum búin að vera eyða mestum tíma að mæla hæðina á fletinum en hún er MJÖG ójöfn svo afi tók sig til og mældi þetta allt með svakalegum leiser byssu og kíki þar sem ég stóð í 40 mín eins og ég væri í stoppdans og mátti varla anda nema þegar ég átti að skipta um stellingar. Þetta allt og meir hefur allt ratað í instagram story svo já sápuópera er rétta orðið yfir þetta ferli. Á þessari mynd eru þó næstum allar pallettur komnar en við munum setja svo lista á milli og festa palletturnar þannig saman.

Þetta er sko mikil þolinmæðisvinna og ég hef aldrei séð kærasta minn svona einbeittan þegar hann hefur fengið “heimavinnu” eftir að gamli er farin heim. Þorbjörn ætlar sko ekki að gera tvíverknað og eyddi hann sirka 40 mín bara að mæla hallan á einni pallettunni í gær, mér til mikillar gleði.

Síðustu tvær myndir eru “screenshot” úr videoum sem ég tók upp í dag en afi þurfi að “umbreyta” nokkrum pallettum svo þetta myndi nú allt saman passa. Við værum algjörlega týnd í þessum framkvæmdum án hans.

Þorbjörn er kallaður Bobbi af sínum nánustu vinum en afi vildi vera fyndin í dag og Bobbus hét hann haha – ég skil ekki upp né niður hjá Knoll og Tott en þetta fannst þeim mjög fyndið.

Andrea Rafns fylgist mjög spennt með og vinkar þeim á 2 mín. fresti. Það er ekkert meira spennandi en að standa í glugganum og fylgjast með.

Hlakka til að sjá ykkur á Instagram.

Þangað til næst

Hægt að fylgjast með mér á:

Instagram: andreagudrun eða www.instagram.com/andraegudrun