Andrea S skrifar Flokkað undir Tíska & Hönnun.

Andrea – Sumarföt á lítil kríli

Sumarið er sannarlega handan við hornið og því tilvalið að taka upp sumarfötin.

Ég kíkti í Lindex um daginn og sá þessi hrikalega sætu sólgleraugu. Ég var fyrst pínu efins að kaupa gleraugu á hana þar sem ég var ekki viss hvort hún myndi vilja hafa þau á sér en þar sem hún er ekki hrifin af því að sólin skýn á sig í bílnum þá var það þess virði að prufa, enda eru þau á mjög góðu verði. Þau eru lika mjög sveigjanleg, en það er ekkert krúttlegra en lítil sæt sólgleraugu.

Hún var mjög sátt með þau og hef ég notað þau stanslaust. Þau eru einnig til í fullt af litum fyrir áhugasama.

Eins og þið sjáið, sjúklega sátt með þau 🙂

Ég fékk einnig þessar æðislegu gallabuxur, skó og peysu í ungbarnadeildinni en þessar buxur eru að mínu mati hinar fullkomnu barna gallabuxur. Það skemmtilega er að þær virka fyrir bæði kynin og hafa nokkrar vinkonur mínar keypt þær á sín börn. Þær eru extra mjúkar og úr teygjanlegu efni. Við höfum nánast notað þær upp á dag en gallabuxur passa við allt.

Þessir skór eru ÆÐI.

Það er hægt að klæða peysuna einnig við hvað sem er en þessar jogginsbuxur eru einnig úr Lindex. Var ég búin að segja við ykkur að við elskum Lindex??

Mæli ótrúlega mikið með því að kíkja á sumarfötin í Lindex, þau eru tryllt

Þangað til næstScreen Shot 2016-07-18 at 21.02.28Þú ert velkomin að fylgja mér á instagram – þú finnur mig undir andreagudrun