Andrea S skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Andrea – það er mikilvægt að velja réttu gönguskóna

Ég var búin að lofa bloggfærslu um frábæru gönguskóna sem við fengum okkur í sumar. Ég fjallaði aðeins um þá í síðustu færslu frá mér um Snæfellsnesið. Hægt er að sjá færsluna HÉR.

Ef ég fer aðeins aftur yfir málin þá eins og kanski einhverjir vita sem hafa verið að fylgjast með mérl hér á Króm og á Instagram (andreagudrun) þá fórum við litla fjölskyldan hringinn í kringum Ísland í sumar.

Ég gerði þau stóru mistök að fara ekki vel “skóuð” í ferðina en við vorum á miklu flakki, inn og út úr bíl, mikið labb, margir staðir og í raun bara mikil og stór ferð í alla staði. Ég vel oftast þæginlegasta ferðamátann og ég var ég því meira og minna í Birkenstock inniskónnum mínum á ferðalaginu okkar (skandall ég veit).

Þegar ferðin okkar var hálfnuð þá snéri ég á mér ökklann (vegna þess ég var jú í inniskóm að brasa) sem gerði það að verkum að restin af ferðinni var frekar erfið í ljósi þess að við vorum að ferðast á fellihýsi og það þarf oftast tvo til.

Ég varð ótrúlega pirruð út í sjálfan mig að hafa leyft mér þennan kjánaskap að vera ekki varkárari þegar kom að skóvali. Ég var nú reyndar ekki alltaf í inniskónnum en þeir sem þekkja mig vita að ég gjörsamlega elska Birkenctock inniskónna mína og þegar maður situr lengi inn í bíl þá voru þeir klárlega það þæginlegasta sem ég átti. Ég viðurkenni að það var ekki mjög sniðugt því við vorum líka mikið að fara inn og út úr bílnum sem gerði það að verkum að ég nennti ekki að skipta yfir í útiskónna mína fyrir stutt stopp. Sem jú að lokum endaði ekki vel.

Ég var því ekki lengi að kynna mér málin þegar við komum aftur í bæinn enda ætlaði ég sko ekki að slasa mig aftur í næstu ferð. Við vorum nefnilega með planaða aðra tveggja vikna ferð yfir verslunarmanna helgina og ég ætlaði ekki að gera sömu mistök tvisvar.

Eftir að hafa kynnt mér málin þá fannst mér úrvalið lang flottast í Fjallakofanum þeir voru í raun með allt sem ég var að leitast eftir. Sterka, endingargóða, “lekkera” og létta skó. Mér fannst mjög mikilvægt að skórnir væru léttir því við erum mikið inn og út úr bíl og erum dugleg að skoða okkur um, labba bæði á jafnsléttu og fara í fjallgöngur og vantaði mér skó sem að myndu tækla þetta allt saman. Eins langaði mig í eins skó á bæði mig og Þorbjörn, kærasta minn.

Skórnir sem við völdum okkur heita Scarpa Kailash Pro Gtx 

Dömuskórnir fást hér og herraskórnir fást hér

Herraskórnir

Dömuskórnir

Við vorum rosalega lánsöm en þeir hjá Fjallakofanum gáfu okkur skóna í gjöf eftir að hafa eytt næstum því 2 dögum í hugdettum og pælingum hvaða skór myndu henta okkur best og var starfsfólkið farið að þekkja okkur með nöfnum. Við ætluðum ekki að geta ákveðið okkur hvort við ættum að taka Scarpa Kailash Pro Gtx eða Scarpa Terra Gtx. Að lokum völdum við okkur Kailash týpuna eftir góð meðmæli frá starfsfólkinu hjá Fjallakofanum en þeir eru örlítið dýrari en eru í raun aðeins grófari og betri gönguskór ef þú ert að fara í lengri göngur, labba upp á fjöll ofl. Þeir eru með ótrúlegan stuðning við ökklann en ég var fyrst og fremst að leita af góðum skóm fyrir ökklana mína. Í Kailash skónum er sérstakur ökkla púði sem er gerður úr Memory foam sem að aðlagar sig að fætinum en mér fannst það mjög heillandi því ég er með mjög lélega ökkla. Ef þið eruð í hugleiðingum að fjárfesta í gönguskóm þá mæli ég hiklaust með Kailash skónnum frá Scarpa. Þeir eru með allt það sem ég var að leitast eftir.

Mæli einnig með að lesa ykkur til um skónna hér

Núna erum við búin að vera nota skóna síðan í ágúst og ég hef sjaldan verið jafn “impressed” ef ég fæ að sletta hér aðeins. Ég er rosalega smámunasöm þegar það kemur að skóm og ég veit að margir í fjölskyldunni minni verða glaðir að heyra að ég hef loksins viðurkennt það formlega, hér á blogginu. Ég verð mjög auðveldlega pirruð í skóm og á almennt mjög erfitt með að kaupa mér góða skó sem mér líður vel í. Í allri hreinskilni þá finnst mér þeir eiginlega verða þæginlegri og betri eftir því sem ég nota þá oftar. Við erum búin að nota skóna mikið frá því í ágúst allt frá því að fara í fjallgöngur, léttar göngur á jafnsléttu yfir í það að fara út að leika með litlu stelpuna okkar og standa þeir alltaf undir nafni. Ég er ótrúlega spennt að nýta þá líka í vetur og vonast ég eiginlega bara til að fá fullt af snjó svo ég geti notið þess að fara út að leika og labba í góðum skóm, aldrei þessu vant.

Þangað til næst

Hægt að fylgjast með mér á:

Instagram: andreagudrun eða www.instagram.com/andreagudrun