Íris Tara skrifar Flokkað undir Heimili & Arkitektúr.

Antik fataskápar í barnaherbergið – Þessir úr Góða hirðinum eru fullkomnir!

Antík í barnaherbergið

Í síðustu ferð minni í Góða hirðinn fann ég nokkra skápa sem mig dreymir um að eignast! Mig hefur lengi langað í fallegann útskorinn skáp inn í barnaherbergi en því miður er hvergi pláss fyrir einn slíkann!!! Í Góða hirðinum leyndist einn mjög ævintýralegur sem væri svo sannarlega fullkominn inn i barnaherbegi! Skápurinn var útskorinn og smáatriðin dásamleg, eins og eitthvað beint út úr ævintýri… Ég starði á hann og hugsaði hvað væri hægt að gera hann fallegan og ælaði hreinlega ekki að fá mig út um dyrnar án hans.

Því miður kom hann ekki með mér heim en viljiði plís gera mér greiða og ef þið kaupið hann senda mér mynd og sýna mér.. Hann á skilið að fara inn i skemmtilegt barnaherbergi þessi.

 

Hérna koma svo 2 aðrir sem væru glæsilegir í barnaherbergið eða hvar sem er á heimilinu.

Ég veit ekki hvaða lit útskorni ævintýraskápurinn hefði fengið á mínu heimili en líklega í einhverjum ljósum grátóna