Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Aron Hannes – Langar að koma fram á einu stærsta sviði í heimi

Aron Hannes tekur þátt í undankeppni Eurovision með flott og grípandi lag, við fengum þennan hæfileikaríka tónlistarmann til að svara nokkrum spurningum.

Hvað lýsir þér best?

Mömmustrákur, á jörðinni og þrjóskur á góðan hátt.

 

Uppáhalds Eurovision-lagið?

“In my dreams” Wig Wam – Noregur, 2005.

Var það draumurinn að taka þátt í Eurovision?

Já að sjálfsögðu. Eitt stæðsta svið í heimi, ef ekki það stæðsta.

Áttu þér fyrirmyndir þegar kemur að tónlist ?

Þar er langur og góður listi, en þau helstu eru:

Frank Ocean, Bruno Mars, Matt Corby, Sylvía Rún systir mín, Ed Sheeran, Michael Bublé, Miguel, Stevie Wonder, Björgvin Halldórsson og Stefán Hilmarsson.

Hvað gerir þú til að halda þér í góðu jafnvægi?

Ég geri mér oft ferðir til Amsterdam til að heimsækja kærustuna. Ég stunda kraftlyftingar það hjálpar rosalega mikið við að halda mér í jafnvægi, en númer 1, 2 og 3 þá er ég syngjadi og glamrandi á gítarinn til að halda mér í góðu jafnvægi.

Nefndu þrjá hluti sem þú getur ekki verið án?

Fjölskyldan, konan og vinirnir eru alltaf top 3. En fyrir hluti er það:

  1. Gítarinn
  2. Matur (er mikill matarkall)
  3. Síminn er erfiður en ég hef alveg tekið tímabil án hans en það var bara hrikalega erfitt.

Hvað er það fyndnasta sem þú hefur séð eða heyrt?

Auðvelt. Svínasúpan, Fóstbræður, Vaktinar! veit ekki hvernig persónuleiki ég væri á þess að horfa á þessa þætti daglega, já nú lýg ég ekki… Daglega.

Hvað verður fyrir valinu ef þú vilt tríta þig vel?

Fæ mér meat and cheese með BBQ topping á dominios.

Ef þér stæði til boða að flytja erlendis hvert myndir þú vilja flytja og af hverju?

Amsterdam vegna þess að kærastan mín býr þar. Amsterdam er líka bara geggjuð borg.

Annars er Köben alltaf á þessum lista bjó þar í vetur og Köben er snilld. Hefur líka mjög svipað andrúmloft og umhverfi eins og Amsterdam.

L.A er ofarlega á óskalista hjá öllum tónlistarmönnum. Sá staður er algjör draumur ef maður getur búið þar og gert góða hluti í leiðinni.

Hvar sérðu þig eftir 5 ár?

Vinnandi sem söngvari/lagahöfundur. Hvar er erfitt að seigja.. Kannski bara L.A hver veit.

Og að lokum, hvaða 3 frægum einstaklingum myndir þú bjóða í mat og hvað myndir þú elda?

Bruno Mars, Ed Sheeran og Kanye West. Myndi henda í fræga rækjuréttinn sem að kærasta mín kynnti mér fyrir.. alveg geggjaður.

Takk fyrir spjallið og gangi þér vel.