Ása Steinars skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Ása Steinars – Ég er á leið til Marokkó

Margir sem þekkja migvita að ég er mikill aðdáandi af Mið-Austurlöndunum. Kannski er það aðallega vegna þess að ég bjó í Tyrklandi og fékk þá að kynnast menningu landsins vel. En það er eitthvað við matinn, loftslagið, eyðimerkurlandslagið og fatnaðinn sem heillar mig.

Lífið í Tyrklandi

Eftir að hafa búið í Tyrklandi var ég viss um að mig langaði að sjá meira af þessum heillandi heimi. Því lagðist ég í ferðalag til Egyptalands, Óman, Íran og víðar. Alltaf var sama sagan, ég kom algjörlega í skýjunum tilbaka og stundum hef ég hreinlega hugsað hvort ég hefði ekki bara átt að fæðast á þessu heimssvæði. Það er bara fátt sem toppar það að drekka te, borða ferskar döðlur og sitja á kaffihúsum sem er uppfullt af púðum og loftið er mettað af shisha reyk.

En jæja, ég entist ekki lengi á Íslandi án þess að bóka mér ferð í næsta land sem var á listanum og það var Marokkó! Eftir einungis nokkra daga rætist sá langþráði draumur að ferðast um landið.

Margir sem hræðast þennan heimshluta

Dvöl mín í þessum löndum hefur algjörlega breytt viðhorfi mínu og alltof oft er maður heilaþvegin af umfjöllun fjölmiðla. Lang flest löndin eru afar friðsæl og örugg að ferðast um, þrátt fyrir að fjölmiðlar reyni að telja okkur trú um annað.
Lestu um mánaðarferðalag mitt til Íran hér. 

Á ferðalagi um Marokkó

Alls verð ég á ferðalagði um landið í 11 daga þar sem ég mun ferðast frá strandlengjunum í norðri niður í eyðimörkina í suðri. Margir hafa heyrt um Marrakech, eina af mest töfrandi borgum Afríku. Hún er litrík og lífleg, rík af fólki og menningu og að vera staddur þar er eins og að vera staddur í ævintýrinu 1001 nótt.

Lengra í vestur tekur Sahara eyðimörkin við. Planið er að upplifa hana á úlfalda í gegnum sandinn. Á leiðinni mun ég stoppa í litlum þorpum á borð við Ait Bendhaddou, Skoura og Todra Gorge eru meðal þeirra skemmtilegustu.

Magical night in the desert of Dubai 💛 💙 💜 #MyDubai #Dubai #Travel

A post shared by Iceland Travels 😊 (@asasteinars) on

Ódýrustu hótel í heiminum

Ef þú ert að íhuga næsta frí, þá mæli ég klárlega með að kanna Marókkó sem möguleika. En landið er þekkt fyrir að vera með ein ódýrustu lúxushótel í heiminum!

Fylgist með!

Ég hlakka til að leyfa ykkur að fylgjast með ferðalaginu í gegnum Instagram: @asasteinars og Snapchat: “fromicetospice”

Góð kveðja

Ása Steinars