Ása Steinars skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Ása Steinars – Frábær helgi fyrir Norðan

Helgi fyrir Norðan

Síðastliðna Hvítasunnuhelgi ákváðum við að nýta tækifærið og ferðast um norðurlandið. Landsvæði sem oft verður útundan hjá mér sökum langrar keyrslu. Við heimsóttum staði á borð við Mývatn, Húsavík og Tröllaskaga. Það er svo skemmtilegt að ferðast um landið snemma sumars því þá sér maður nýfæddu lömbin og folöldin allstaðar. Við eyddum fyrstu nóttinni á Akureyri þar sem við gistum á Akureyri Backpackers. Hostelið er staðsett í miðbæ bæjarins og er uppáhalds gististaðurinn minn þar. Það sem heillar mig mest er andrúmsloftið, veitingarstaðurinn og möguleikinn að geta slakað á í gufunni í lok dags. Við vinkonuhópurinn gistum þarna reglulega þegar við förum í okkar árlegu brettaferð til Akureyrar.

Mývatn

Eftir eina nótt á Akureyri héldum við á Mývatn sem er einn þekktasti áfangastaður ferðamanna á Íslandi. Í nágrenni við vatnið er þvílíkur fjöldi af náttúruperlum á borð við Dimmuborgir, Grjótagjá og Herðubreið. Á svæðinu er einnig mikill jarðhiti og því er mikil baðmenning á svæðinu eins og t.d. Jarðböðin við Mývatn. Hægt er að baða sig þar allan ársins hring í fagurbláa lóninu sem svipar mikið til Bláa Lónsins nema það er ekki eins troðið.

Við fengum æðislegt veður á meðan við vorum þarna, enda hefur það sýnt sig að þetta er einn sólríkasti staður landsins. Við nutum þess að skoða fuglalífið og nýfæddu lömbin spóka sig í sólinni. Eftir frábæran dag við Mývatn héldum við af stað í næsta ævintýri á Siglufirði. Ótrúlegt en satt, þá var ég að heimsækja bæjinn í fyrsta sinn á ævinni.

 

Hótel Sigló

Ég hef lengi haft augastað á Sigló Hótel, eða allt frá því að það opnaði fyrir nokkrum árum síðan. Hótelið sjálft er byggt út í smábátahöfnina á Siglufirði þar sem hönnunin gefur bænum einstaklega litríka og fallega mynd. Ég er alltaf jafn ánægð þegar hótel eru byggð í stíl sem harmónera við umhverfið og bæjarmyndina í stað þess að fara “ódýrustu leiðina”. Hótelið er allt hið glæsilegasta og hefur hvergi verið til sparað til að gera það sem allra glæsilegast og hefur það gefið bænum nýtt líf.

Hótelið er staðsett í göngufæri við Síldarminjasafn Íslands þar sem hægt er að skoða sig í gegnum áhugaverða sögu bæjarins. Siglufjörður er staður sem hægt er að njóta allt árið um kring, með skíði á veturna og fjallgöngur á sumrin.

Herbergið

Herbergið okkar var einstaklega notalegt með útsýni yfir fallega náttúru svæðisins, bæði haf og fjöll og úr notalegu gluggasætinu er hægt að drekka kaffi og fylgjast með bæjarlífinu. Ég verð að lofsama rúmið sem var tvíbreitt með hágæða sængum. Það var svo gott að við sváfum yfir okkur annan morguninn og vöknuðum ringluð um hádegi.

Hægt er að skoða lausar dagsetningar og verð á heimasíðu Sigló Hótel.

Morgunverðarhlaðborð

Á hótelinu sjálfu er veitingastaðurinn Sunna þar sem morgunverðarhlaðborðið er á morgnanna. Við vorum í skýjunum þegar við skoðuðum veitingarnar sem voru í boði. Þar var allt frá ferskum ávöxtum, yfir í nýbakaðar pönnukökur, beikon, egg, ávaxtadjúsar og kaffidrykkir. Hótelið býr yfir einstaklega notalegu andrúmslofti

Það er einnig huggulegur lobbýbar þar sem logar eldur á kvöldin og hægt er að slaka á og njóta drykkja eða léttra veitinga.

Hótelið er frábært val fyrir þá sem vilja komast í kósý eða rómantíska dvöl á norðurlandi!

Laugin á Hofsósi

Þegar verið er að ferðast um Norðurlandið er skylda að stoppa stutt í sundlaugini á Hofsósi. Hún er líklega fallegasta sundlaug landsins!

Kveðja

Ása Steinars