Ása Steinars skrifar Flokkað undir Tíska & Hönnun.

Ása Steinars – Gjafaleikur Bleyta frá ZO•ON þú getur unnið 2 jakka einn fyrir þig og einn fyrir einhvern sem þú taggar

Mig langar til þess að deila með ykkur nýjasta útivistarjakkanum mínum frá .ZO•ON  En þeir sem þekkja mig, vita að ég eyði mest öllum mínum frítíma úti í íslensku náttúrunni. Veðrið hér á Íslandi getur verið ansi breytilegt og því er mikilvægt að eiga góðan fatnað, en ég reyni yfirleitt að klæða mig í nokkur lög. Þannig getur maður auðveldlega klætt sig úr eða í, eftir því hvernig veðrið breytist.

Jakkinn Bleyta

Þessi jakki heitir Bleyta og er einskonar skel og er því flottur yfir þykka peysu eða bol. Hann heldur manni einstaklega hlýjum þar sem hann er bæði vind og vatnsheldur. En þrátt fyrir það andar jakkinn vel, sem mér finnst mikilvægur eiginleiki þar sem ég stunda mikið fjallgöngur. Það sem heillaði mig mest við hann er hvað það er kvenlegt snið á honum og flott sídd. Ég á ekki bara eftir að nota hann í útivistina, heldur einnig hversdags þar sem hann er svo stílhreinn og passar vel við gallabuxur og bol.

Jakkinn kemur í þremur mismunandi litum, bláum, brúnum og fjólubláum. Ég valdi mér brúnan, þar sem mér fannst liturinn svo skemmtilega öðruvísi og passa vel við mig.

Falleg hönnun

Mér finnst glæsilegt hvernig ZO•ON hugsar um öll smáatriði þegar kemur að hönnun. Bæði hvað varðar litasamsetningu og, rennilásana og litlu merkingarnar. Á þessum jakka er merkið þeirra á hægri hendi, á herðablaðinu og rennilásnum. Mér finnst mjög flott hvað þau eru stílhrein og flott.

Kemur einnig í bláu

Hettan og ermarnar eru stillanlegar, þannig að jakkinn passi manni sem best. Mér fanst flott við bláa jakkan að þar er ZO•ON merkið í brúnum lit sem gerir það aðeins meira áberandi heldur en á þeim brúna.

Merkið aftan á herðablaðinu.

Fullkominn fyrir sumarið

Jakkinn er fullkominn fyrir sumarið og útivistina og ég á klárlega eftir að nýta hann mikið í ferðalögum um landið:

Við ætlum að gefa heppnum lesanda og þeim sem hann taggar hér að neðan og segir okkur af hverju viðkomandi á skilið að fá þennan flotta jakka- Bleytu frá ZO•ON

Drögum út  29,juní

Til að eiga möguleika á þessum flotta vinning þarft þú að

Setja like á facebooksíðu KRÓM HÉR

Setja like á facebooksíðu ZO-ON  HÉR

Væri líka frábært ef þið eruð til í að deila færslunni.

Finndu bloggið mitt hér