Ása Steinars skrifar Flokkað undir Tæki & Tækni.

Ása Steinars – Ljósmyndabúnaðurinn minn

Ég fæ mikið af spurningum á Instagram hvaða myndavél og ljósmyndabúnað ég nota. Því hef ég ákveðið að skrifa örlitla færslu sem veitir ykkur innlit í ljósmyndatöskuna mína.

Ég vil þó taka það fram að ég er ekki lærður ljósmyndari og hér mun ég einungis fara yfir mitt persónulega mat án tæknilegra málalenginga.

Það er fátt sem veitir mér meiri ánægju en að deila ferðareynslu og persónulegum sögum í gegnum fallegar ljósmyndir! 

Sem ferðaljósmyndari eru nokkrir hlutir sem skipta mig máli. Annars vegar er það búnaðurinn, hann má ekki vera of fyrirferðamikill. Hins vegar eru það gæðin, ég vil myndavél sem tekur frábærar myndir og það er ástæðan fyrir því að ég hef tekið ástfóstri við Canon. Til ársins 2015 notaði ég Canon EOS 450d en nýlega uppfærði ég í Canon EOS 760d.

Canon 760d

Þessi myndavél er í 100% uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Með svona flottri græju fékk ég aukinn áhuga á að læra betur á allar stillingar sem myndavélin hefur upp á að bjóða eins og ljósop, hraða og ISO. Myndavélin er með einstaklega þægilegu viðmóti og snertiskjá sem auðveldar manni að prófa sig áfram með stillingarnar.

Myndavélin býr einnig yfir þráðlausri tengingu. Hún gerir þér kleift að senda myndir af vélinni beint yfir í símann eða tölvuna fyrir frekari myndvinnslu eða samfélagsmiðladeilingu.

Hægt er að versla vélina hér. 

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

 

 

Hefðbundin linsa: Canon EF 18mm-55mm STM

  • Hvenær: hversdags ljósmyndir

Þetta er linsan sem fylgir með canon 750d. Hún hefur enga sérstaka eiginleika en hentar vel upp á hversdagslegar ljósmyndir. Þetta er linsan sem ég nota 70% af tímanum þegar ég er einfaldlega að smella myndum af landslagi, viðburðum eða vinum.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Föst linsa: Canon EF 50mm f/1.4 USM

Canon_2515A003_50mm_f_1_4_USM_Autofocus_12140

  • Hvenær: Portrait myndir og lífstílssljósmyndun

Þessi linsa er föst, sem þýðir að hún hefur enga aðdráttareiginleika. Það þýðir að ramminn er fastur sem gefur betri dýpt í ljósmyndirnar. Linsan býr til fallegan bakgrunn úr fókus sem gerir hana fullkomna í lífstílsljósmyndun og portrait myndir. Ég er einfaldlega ástfangin af þessari linsu og er farin að nota hana sífellt meira.

Ef þú ert að leitast eftir linsu sem er góð í tískuljósmyndir eða matarmyndir þá er þessi klárlega málið! Auk þess er hún á frábæru verði miðað við gæði myndanna.

Processed with VSCO with g3 preset

Processed with VSCO with g3 preset

Aðdráttarlinsa: Canon EF 70-300mm f/4-5.6

Canon_0345B002_EF_70_300mm_f_4_5_6_IS_397663

  • Hvenær: Þegar unnið er með viðfangsefni langt í burtu t.d. dýralíf eða íþróttir

Þessi linsa kom sér einstaklega vel þegar ég var að ferðast. Ég notaði hana til að fanga villt dýralíf í Sri Lanka og hvali í hvalaskoðun. Hún kom sér einnig vel þegar ég vildi laumast til að taka portrait myndir af fólki í ferðalaginu. Þar sem hún hefur svo góða aðdráttareiginlega áttaði fólk sig ekki á því að ég væri að mynda það. Það gerir það að verkum að fólk er mun eðlilegra á myndunum og maður nær einstökum augnablikum.

Hér á Íslandi getur linsan hentað til að taka myndir af dýralífi á borð við hreindýr, lunda eða refi.

zoom

zoom2

Processed with VSCO with c1 preset

Á óskalistanum núna

Ljósmyndun er ekki ódýrasta áhugamálið og því eru nokkrir hlutir sem einungis tilheyra óskalista eins og er:

Processed with VSCO with m3 preset

Gleiðlinsa: Canon EF 16-35mm f/2.8L III USM

download

  • Hvenær: Þegar það þarf að ná gleiðum ramma, á borð við landslags eða innanhús ljósmyndun

Hefur þig einhverntíman langað að ná fallegum byggingum eða umhverfi inn á mynd, en ramminn passar einfaldlega ekki utanum allt. Þá kemur sér vel að eiga gleiðlinsu. Að vera með gleiðlinsu er snilld þegar kemur að landslagsmyndum eða í borgarferðum. Ég nota oft gleiðlinsur þegar ég vil ná inn á myndina einhverjum flottum byggingum og stórum mannvirkjum. Helsti gallinn við gleiðlinsur er þó að myndirnar geta bjagast og hlutföll skarast til.

Eins og er, á ég enga gleiðlinsu sem ég er nægilega ánægð með, þess vegna er þessi klárlega komin á óskalistann.

Processed with VSCOcam with f2 presetIMG_9755

Föst linsa: Canon EF 24mm f/1.4L II USM

slant-without-cap

  • Hvenær: Portrait myndir og lífstílssljósmyndun

Eins og ég minntis á hér að ofan er ég ótrúlega hrifin af linsum sem eru fastar og með stóru ljósopi. Ljósmyndirnar koma svo einstaklega fallega út og möguleikarnir á að leika sér með fókusinn eru endalausir. Þessi linsa er einnig gleið og nær þannig stórum römmum sem gefur enn meiri möguleika á fjölbreyttum myndum.

Þessi linsa er þó í dýrari kantinum og því tilheyrir hún einungis óskalista eins og er!

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

 

Kveðja

Ása Steinars

Asa