Ása Steinars skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Ása Steinars – Þá er komið að því: Yacht Week!

Hvernig væri að búa með vinahópnum á snekkju í viku ásamt 50 öðrum vinahópum? Sigla á milli eyja, iðka jóga, fara í fjallgöngur og dansa fram á rauða nótt?

Það hljómar eins og óraunverulegur draumur, en því langar mig að kynna fyrir ykkur:

Yacht Week

Ég vissi lítið um Yacht Week þar til að ég sá ÞETTA myndband:

Þar með var skaðinn skeður og nafnið mitt var komið á lista á eina áhöfn sem er að fara að sigla núna þann 17.Júní! Ég er ótrúlega heppin að vera að fara í samstarf við þetta unga sprotafyrirtæki frá Svíþjóð.

Hvað er Yacht Week?

Yacht Week er hátíð þar sem ungt fólk siglir saman á um 50 snekkjum og heimsækir mismunandi eyjur hvers lands fyrir sig. Hægt er að velja á milli mismunandi staði á borð við Grikkland, Króatíu, Thailand og fleira. Ég var að ferðast um Króatíu í fyrra og þar sem landið heillaði mig gjörsamlega upp úr skónum valdi ég það einnig semm minn áfangastað fyrir Yacht Week.

Á hverjum og einum bát má finna vinahópa eða ókunnugt fólk sem er raðað saman. Þó er skylda að vera með jöfn kynjahlutföll á hverjum bát fyrir sig.

Að finna áhöfn

Áður en lagt er af stað á Yacht Week þarf maður að finna áhöfn, velja bát, skipstjóra og “hostess” sem sér um að elda og mixa drykki þegar siglt er af stað. Að búa á snekkju í eina viku minnir örlítið á það að fara í útileigu. Það þarf að fylla bátinn af öllum nauðsynlegum birgðum á borð við farangur, mat, drykk og aðrar nauðsynjar.

Þegar báturinn siglir úr höfn, er hann ósjálfrátt orðinn mans helsta heimili fyrir komandi viku.

Snekkjan

Snekkjan sem við munum búa á heitir Tesla Of Sweeden og mér sýnist hún vera nokkuð glæsileg. Hún er útbúin fjórum svefnherbergjum, nokkrum baðherbergjum, stofu og slökunarsvæði á toppnum. Þar munum við búa 10 saman!

Fylgist með!

Ég verð að viðurkenna að ég er ansi forvitin að prófa þessa hátið og komast að því hvort þetta sé eins mikill draumur og þetta hljómar. Maður verður ekki ungur að eilífu, þannig það er um að gera að lifa núna!

Ég hlakka til að deila þessu ævintýri með ykkur 🙂

Hægt er að fylgjast með á

Instagram: www.instagram.com/asasteinars 

Snapchat: fromicetospice

Facebook: www.facebook.com/fromicetospice

Blog síðan mín 

Kveðja,

Ása Steinars