Ása Steinars skrifar Flokkað undir Tíska & Hönnun.

Ása Steinars – Þessi er fullkomin fyrir veturinn og útivistina

Mig langar til þess að deila með ykkur nýju vetrarúlpunni minni frá ZO•ON !

Þar sem veðrið fer ört kólnandi þessa dagana, fannst mér æðislegt að bæta þessari flík í fataskápinn. Ég hef ekki farið úr henni undanfarna daga og sé fram á að hún verði vel nýtt í vetur.

Berjast Down Parka

Þessi úlpa heitir Berjast og er dúnúlpa sem passar vel við þykka peysu eða bol. Hún heldur manni einstaklega hlýrri þar sem hún er bæði vind og vatnsheld og er þar að auki fóðruð dún. Það sem heillaði mig mest við hana er hvað sniðið er kvenlegt og síddin fullkomin. Ég á ekki bara eftir að nota hana í útivistina, heldur einnig hversdags þar sem hún er svo stílhreinn og passar vel við allt.

Úplan kemur í þremur mismunandi litum, svörtu, brúnu og gráu. Ég valdi mér brúnu, þar sem mér fannst liturinn svo skemmtilega öðruvísi og passa vel við mig.

Falleg hönnun

Mér finnst glæsilegt hvernig ZO•ON hugsar um öll smáatriði þegar kemur að hönnun. Bæði hvað varðar litasamsetningu og, rennilásana og litlu merkingarnar. Á þessari úlpu er merkið þeirra á hægri hendi, á herðablaðinu og rennilásnum. Mér finnst mjög flott hvað þau eru stílhrein og flott.

Fullkomin fyrir veturinn

Úlpan er fullkomin fyrir veturinn og útivistina og ég á klárlega eftir að nýta hana mikið í ferðalögum um landið:

Allar upplýsingar um úlpuna má finna hér 

*Úlpuna fékk ég að gjöf*

Þangað til næst…

Instagram: asasteinars