Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Ása Steinars – Vetrarferð til Færeyja

Vetrarferð til Færeyja

Við vinahópurinn ákváðum að skella okkur í stutta helgarferð til Færeyja. Við höfðum alltaf verið forvitin að heimsækja nágranna okkar staðsetta í miðlu Atlantshafinu. Færeyjar eru ein minnsta þjóð Evrópu og þó Færeyjar séu hluti Danaveldis njóta þær umtalsverðar sjálfstórnar.

Þegar við lentum í Færeyjum, leið okkur eins og við værum enn á Íslandi, staðsett á einhverjum hluta sem maður hafði aldrei heimsótt áður. Það er svo ótrúlega margt líkt á milli Íslands og Færeyja. Þau eru með Bónus verslanir og þú sérð Nóa Siríus súkkulað og Skyr.is í flestum verslunum.

Þegar við sátum á veitingarstöðum, þá gátum við alltaf pantað matinn okkar með því að tala Íslensku.

Náttúran í Færeyjum er algjörlega einstök, þar sem eru falleg vötn, há fjöll og fossar sem renna út í hafið. Þórshöfn er ein minnsta höfuðborg heims en þar er margt að upplifa og skoða auk þess sem gaman er að sækja frændur okkar heim.

Hér að neðan koma nokkrar myndir úr ferðinni, svo mun ég skrifa nánari ferðasögu fljótlega.

 

Auk þess er hægt að sjá fleiri myndir á Instagramminu mínu hér. 

Kveðja

Ása Steinars