Íris Tara skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Augnförðun tips og tricks fyrir þung augnlok!

Það er mjög algengt að konur á öllum aldri séu með þung augnlok. Eg var hjá vinkonu minni um daginn en hún er einmitt með þung augnlok, hún fór að segja mér hvað henni finndist þetta ósanngjarnt og hún væri svo ung, ætti alls ekki að vera með svona augnlok.. Ég var fljót að stoppa hana af og segja henni að það væri sko alls ekki bara eldri konur með þung augnlok heldur einnig nokkar af fallegustu fyrirsætum og leikkonum í heimi. Ég var þó sammála henni um að það er ekki nógu mikið verið að sýna hvernig er hægt að farða þung augnlok og ákvað að leggjast í smá heimildarvinnu… Hérna langar mig að deila með ykkur nokkrum góðum ráðum til að opna augnsvæðið og búa til fallegar skyggingar fyrir þung augnlok.

1. Notaðu gerviaugnhár til að opna augnsvæðið: Það er fallegt að nota gerviaugnhár en það þarf þó að vanda valið á augnhárum eftir því hvernig augu þú ert með.. Fyrir þung augnlok er best að nota augnhár sem eru minni en stækka út í endana, einnig er sniðugt að klippa augnhárin til og nota aðeins endana, eða jafvel nota stök augnhár. Ef augnhárin eru mjög þykk og löng yfir allt augnlokið minnkar augnsvæðið en meira.


2. Fallega mótaðar augabrúnir-  Fallegar augarbúnir geta breytt augnsvæðinu roslega, fyrir ykkur sem eruð með þung augnlok getur augnsvæðið virkað aðeins minna og því fallegt að hafa vel snyrtar augabrúnir. Mæli með því að fara til fagaðila á snyrtistofu sem hefur mikla reynslu frekar en að plokka sjálfar heima.

Catherina Zeta-Jones er með fallegar augabrúnir sem lyfta augnsvæðinu fallega

3. Settu augnskugga á rétta staði: Eins og fyrir alla er best að byrja á því að setja augnskuggagrunn fyrst. Ég mæli með Paintpot frá Mac eða NYX HD augnskugga primer. Það fer eftir því hvort að þið viljið vera með smokey þar sem augnlokið er dökkt og lýsist upp á við eða ljóst augnlok með dökkri skyggingu hvaða liti þið notið. Það sem er þó mikilvægast er að ná litnum upp á augnlokið. Þeir sem eru með þung augnlok eiga erfitt með að sjá skil milli augnloks og augabeins eða glóbus lína eins og það er kallað, því er mikilvægt að búa hana til með augnskugganum. Best er að hafa augað opið á meðan þið blandið augnskugganum upp á við. Fallegt er að blanda honum aðeins út til hliðana til að fá fallegt lag á augun. Ég vona að ég sé að gera mig skiljanlega en ég læt fylgja með kennslumyndbönd hér að neðan þar sem þið sjáið betur hvað ég á við.

4. Stækka augun með ljósum highlight- Setjið ljósan lit undir augbarúnirnar, það opnar augnsvæðið og augabrúnirnar virðiðast vera hærri og þar að leiðandi stærra augnlok. Einnig er sniðugt að setja hvítan eða ljósan lit í augnkróka og ljósan blýant inn í vatnslínuna.

5. Notaðu neðri augnháralínu-  Það er mjög fallegt að nota ljósa liti á augnlokin og leika sér aðeins með neðri augnháralínu. Þar er hægt að setja skemmtilega liti, glimmer og mikinn maskara. Bara passa að banda öllu vel svo það myndist ekki bara ein klessa undir auganu, sama gildir með augnlokið. Galdurinn að fallegri förðun er blöndun ! Ég mæli með blöndurnarburstunum frá MAC en þeir sem ég nota mest eru nr 217 og 224.

6. Horfið á kennslumyndbönd og skoðið myndir Það er lang best að skoða myndbönd og myndir til að fá hugmyndir. Ég set hérna með nokkur kennslumyndbönd sem mér finnst sýna aðferðir vel og einnig nokkrar myndir af fallegri augnförðun.

Smokey Look for Hooded Eyes Tutorial-Lisa Eldridge

MAKE-UP FOR ASIAN OR HOODED EYESMOKEYS-Pixiwoo

Makeup for Hooded Eyes – Sanni Tutorial

Smokey Eyes for Hooded Lids – PixiWoo Tutorial 

Contouring Hooded Eyelids – Msmadamemakeup Tutorial

                                       

Íris Tara

KRÓM

   Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR