Þetta ljúffenga salat er eitthvað sem hentar ótrúlega vel með nánast öllum mat hvort svosem það sé steik, kjúklingur, fiskur eða eitt og sér. Uppskriftina fengum við á natachakitchen.com en þar má finna mikið af ljúffengum uppskriftum.
Það sem þarf:
450 gr tómatar
1 agúrka
1/2 rauðlaukur
2 stór avókadó
2 matskeiðar olía
safi úr 1 sítrónu
1/4 bolli ferskur kóríander
1 teskeið sjávarsalt
smá pipar pipar
Skerið grænmetið niður í bita
Setjið í skál og blandið saman
Verði ykkur að góðu