Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Ávinningur þess að nota olíu á húðina

Við vitum að það sem við látum ofan í okkur skiptir miklu máli, en hversu oft stoppum við og spáum í því sem að við setjum utan á líkamann?

 

Það eru ansi margar konur búnað uppgötva þetta nú þegar, og sú sem skrifar þessa grein upphaflega, elskar olíur á húð. Hún segir að það sé fljótlegt, einfalt og það virkar – olíur á húð eru eins og súper rakakrem sem ver hana einnig og sumar olíur vinna á bakteríum.

Hérna eru nokkrar ofsalega góðar olíur sem allar konur ættu að prufa í dag:

Möndluolía

nn

Möndluolía er tekin úr þurrkuðum möndlum með svo kallaðri kaldpressaðir aðferð. Möndlur og möndluolía eru rík af vítamínum eins og E, A og D og er einnig há í oleic og linoleic sýrum. Þessi olía er afar létt og er einnig fullkomin á húð því hún róar niður pirraða húð og húðin verður unglegri.

Hún er rakagjafi

Möndlur leyfa raka að dragast inn og haldast inni í húðinni. Hún er eflaust sú allra notendavænsta af þessum olíum. Hún nuddast auðveldlega á húðina, dregst strax inn í hana og því er ekkert olíu-klísturs vesen. Mælt er með því að húðin sé létt rök áður en olían er borin á, þá er rakavirknin enn betri.

Hún vinnur á bólgum

Möndluolía hefur róandi og mýkjandi áhrif á húð sem er ertist auðveldlega, á húð sem er ofnæmisgjörn eða gjörn á bólgur.

Hún er rakagjafi

Möndluolía hjálpar húðinni að halda í rakann sem svo á móti heldur húðinni unglegri og dregur úr fínum línum.

Jojobaolía

hh

Jojobaolía er unnin úr fræjum úr eyðimerkur runna sem heitir Simmondsia Chinensis. Þessi planta framleiðir ávöxt sem svo inniheldur fræ og þessi fræ eru full af fljótandi vaxi.

Vaxið inniheldur E-vítamín og phospholipids en það er efni sem vinnur á bólgum og er anti-bacterial og alveg ómengað.

Hermir eftir húðfitu

Jojobaolían er afar lík húðfitunni okkar, olíunni sem að við framleiðum til að halda raka í húð og hári.

Hún er frábær til að vinna á bólum

Af því hún hefur þessi bakteríudrepandi áhrif og losar um bólgur þá er þessi olía afar góð til að koma í veg fyrir bólur og halda þeim niðri.

Avocadóolía

hh

Þessi olía er framleidd úr kjöti ávaxtarins með hinni svo kölluðu kaldpressuðu aðferð og avocadóolían er afar góð fyrir húðina.

Hún er endurnýjandi og vinnur gegn ótímabærri öldrun

Olían er afar rík af E-vítamíni en það er afar mikilvægt fyrir húðina og ætti að nota daglega. E-vítamín er öflugt andoxunarefni og ver húðina gegn ágengni hins daglega lífs. Miðað við aðra ávexti þá er avokadó með mesta innihald af E-vítamín.

Hann er ríkur af fitusýrum

En þessar hollu fitusýrur eru mikilvægar fyrir heilsuna, þær eru græðandi og gefa húðinni fallega áferð.

Kókósolía

hh

Hún er vinsælust af þessum olíum. Það má nota hana til að hreinsa meik af andlitinu og er hún frábær til að hreinsa maskara af. Kókósolían gefur húðinni mikinn raka og gerir þar af leiðandi húðina gljáandi fallega.

Nota má hana til að græja smá sár og rispur á líkama

Einfaldlega settu smá olíu á svæðið sem sárið er á og láttu svo olíuna sjá um afganginn. Það má einnig nota hana á gæludýrin fái þau sár.

Grein birt í samstarfi við Heilsutorg 

logo

  Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR