Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Bakaðar kjúklingabringur með avocado-mangosalsa og nachos

Bakaðar kjúklingabringur með avocado-mangosalsa og nachos

4 stk kjúklingabringur
1 tsk laukduf
1 tsk reykt paprika
1 tsk cummin
1 msk sjávarsalt
1 tsk sambal olek
4 msk ólífuolíaSetjið allt hráfnið saman í skál og veltið kjúklingabringunum vel upp úr því. Gott er að láta bringurnar standa yfir nótt og taka í sig bragð.
1 box sveppir (gróft skornir)
½ rauðlaukur (gróft skorinn)
1 stk appelsínugul paprika (gróft skorin)
1 tsk sambal olek
1 tsk reykt paprika
2 tsk cummin
1 tsk laukduft
1 msk sjávarsalt
4 msk ólífuolía
100 gr mais niðursoðin
1 poki nachos
½ poki gratin ostur
½ pk. kóriander
2 stk lime meðlæti
Setjið grænmetið í skál með þurrkryddunum, ólífuolíunni, sambal olek og saltinu. Blandið öllu saman og setjið á botninn í eldföstu móti. Leggjið kjúklingabringurnar ofan á grænmetið og setjið inn í 190 gráðu heitann ofninn í 20 min. Takið mótið út eftir 20 min og hellið ca ½ pokanum af nachosinu yfir kjúklinginn ásamt maisnum og gratinostinum. Setjið mótið inn í ofninn aftur og
bakið bringurnar í 10 min í viðbót eða þar til þær hafa náð 74 gráðum í kjarnhita. Stráið kóriander yfir réttinn og skerið lime í fernt og berið fram með bringunum.Avacadó – mangósalsa
1 stk avacadó (skorið í teninga)
1 stk mangó (skorið í teninga)
2 stk vorlaukur (fínt skorinn)
½ pk. kóriander (gróft skorið)
1 stk mexikóostur (fínt skorinn)
3 msk ólífuolía
1 lime safi
1tsk sambal olek
Sjávarsalt
Blandið öllu hráefninu saman og smakkið til með saltinu og limesafanum
Setjið allt hráefnið saman í skál og veltið kjúklingabringunum vel upp úr því. Gott er að láta bringurnar standa yfir nótt og taka í sig bragð. Setjið grænmetið í skál með þurrkryddunum, ólífuolíunni, sambal olek og saltinu. Blandið öllu saman og setjið á botninn í eldföstu móti. Leggjið kjúklingabringurnar ofan á grænmetið og setjið inn í 190 gráðu heitann ofninn í 20 min. Takið mótið út eftir 20 min og hellið ca ½ pokanum af nachosinu yfir kjúklinginn ásamt maisnum og gratinostinum. Setjið mótið inn í ofninn aftur og bakið bringurnar í 10 min í viðbót eða þar til þær hafa náð 74 gráðum í kjarnhita. Stráið kóriander yfir réttinn og skerið lime í fernt og berið fram með bringunum.
Uppskrift frá Hagkaup sjá HÉR 

Uppskrift – Dásamlega góður kjúklingur í karrýsósu

Dásamlega góður kjúklingur í karrýsósu uppskrift frá Maríu Kristu   Innihald: 1 kjúklingur heill best að krydda og steikja hann í steikarpoka sem fást í flestum […]

Eitt af því besta við haustin, heitt kakó…hér er hin fullkomna uppskrift af heitu vegan kakó

Vegan kakó Við elskum flest heitt kakó! Það er eitthvað við haustið sem fær mann til að vilja fá sér heitt kakó eftir langan og […]

Nokkrar frábærar leiðir til að bæta við hollustu í barna-afmælið

Sniðugar leiðir til þess að fá krakka til að borða meira af ávötxum og grænmeti.   Hér eru nokkrar frábærar og einfaldar hugmyndir til þess […]

Emilía- Próteinpönnukökurnar sem ég bókstaflega elska!

Eftir æfingu reyni ég yfirleitt að fá mér próteinboost en stundum langar mig bara í eitthvað annað og þá finnst mér algjör snilld að gera […]

Ljúffengt lasagna með grænmeti og stökkum osti

Ljúffengt lasagna Hráefni 1 pakki nautahakk 2 laukar – saxaðir 2 hvítlauksgeirar – saxaðir 1 dós tómata og basil pasta sósa frá Jamie Oliver 1 […]

Æðislegt og fljótlegt Nutella bananabrauð !

Það sem þú þarft: 3 stór egg eða 4 lítil 2 bollar af stöppuðum bönunum (Best ef þeir eru vel þroskaðir) 1 bolli púðursykur 1/2 bolli […]

Pastasalat með ljúffengum ostum

500 g pastaskrúfur ½ tsk salt 1 msk olía ½ stk púrrulaukur 1 bréf skinka 1 stk Mexíkóostur 1 stk piparostur 1 stk paprikuostur 1 […]

Emilía- Á að baka um helgina? Hér kemur uppskriftin!

Ég einfaldlega elska að baka. Ég hef líka gaman af því að breyta uppskriftum og setja þær í aðeins hollari búning. Þó geri ég það […]

Auðveldur og fljótlegur föstudagsmatur fyrir alla fjölskylduna – Pizzadilla !

Þessi skemmtilegi föstudagskvöldverður gæti ekki verið auðveldar og fljótlegri, erum líka viss um að allir fjölskyldumeðlimir verði kátir með Pizzadilla !   Það sem þarf […]