Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Beikonvafðar kjúklingabringur með dásamlegri fyllingu

Hráefni

100 g. smjör

3 laukar

150 g. beikon – skorið í bita

6 hvítlauksrif

1/2 blaðlaukur

6-7 sveppir

30 g. salvía – smátt söxuð

Kreista af sítrónusafa

100 g. brauðteningar

80 g. furuhnetur

30 g. steinselja – smátt söxuð

1/2 poki spínat

500 ml. rjómi

4-6 kjúklingabringur

beikonsneiðar til að vefja utan um bringurnar

Leiðbeiningar

1Fyllingin: 50 g. smjör sett á pönnu og laukur brúnaður í 7 mínútur, þá er beikoni bætt saman við og látið malla í aðrar 7 mínútur. Blaðlauk, hvítlauk, salvíu, sveppum, sítrónusafa, furuhnetum, og brauðteningum er næst bætt sama við og látið malla í 3 mínútur. Þá er komið að því að bæta spínati og steinselju út í ásamt rjómanum. Fyllingin er látin malla í 5 mínútur.

2Stillið ofninn á 200°C og setjið 50 g. smjör á pönnuna. Bringurnar eru steiktar í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Næst eru bringurnar skornar í tvennt, fyllingin sett innan í og beikoninu vafið utan um (gott að nota tannstöngla til þess að halda beikoninu).

3Bringurnar eru settar í eldfast mót með álpappír yfir og inn í ofn í 40 mínútur. Gott er að taka álpappírinn af síðustu 15 mínúturnar til þess að beikonið verði stökkt

Uppskrift frá Krónunni sjá HÉR