Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Birta Marín flott stelpa sem á framtíðina fyrir sér

Við fengum hana Birtu Marín til okkar í stafskynningu en hún er í 10.bekk í Vatnsendaskóla og er það hluti af náminu að velja fyrirtæki og kynnast starfseminni í nokkra daga.  Hún var mjög áhugasöm og dugleg enda flott stelpa sem á framtíðina fyrir sér.

Við lögðum fyrir Birtu nokkrar spurningar.

Hvað finnst þér skemmtilegst að gera ?

Mér finnst skemmtilegt að hanga með vinkonum og vinum mínum,  elska þegar við vinkonurnar höfum stelpukvöld og fíflumst saman.  Mér finnst einnig gaman að dansa og hef gert síðan ég man eftir mér.

 

  

Hvað er uppáhalds sjónvarpsefnið þitt ?

ég er ekki mikil sjónvarpsmanneskja en ég verð að segja Miranda, hún er bara svo fyndin eða Pr.phil út af dramanu en annars horfi ég mjög lítið á sjónvarp vel mér frekar það efni sem ég horfi á.

Uppáhalds vefsíður og app ?

Instagram og snapchat, ég get ekki valið á milli þeirra. Ég er með Instagram sem ég pósta reglulega á og svo er ég  að fylgja mörgum þekktum einstaklingum.  Ég elska Snapchat þar tala ég við vini mina og elska líka alla filterana, ég er oft að spamma vini mina og við sendum hvort öðru djók myndir.  Uppáhalds vefsíðan mín er youtube !! ég er háð youtube!

         

Hver er uppáhalds maturinn þinn ?

Fyrir utan jólamatinn er það Qasadia á Culiacan.

Hvað er skemmtilegasta borg/land sem þú hefur komið til ? 

Ég er heppin að hafa ferðast töluvert til útlanda og það eru nokkrir staðir sem mér finnst standa upp úr. Skemmtilegustu borginar sem ég hef heimsótt eru Orlando, ég fór þangað með nánast allri fjölskylduni á 11ára  afmælinu mínu. Ég hélt upp á afmælið mitt úti það var mjög gaman. Við gistum í risa stóru húsi með sundlaug sem var mjög næs, við fórum lika í fullt af görðum.

  

London er falleg og skemmtileg borg, ég fór þar með mömmu og frænku minni í litla stelpuferð. Við fórum á vaxmynda- safnið sem var mjög gaman, við versluðum lika helling það er ekki leiðinlegt að labba á Oxford street og þræða búðirnar.

   

Oslo er lika mjög falleg og skemmtileg borg, frændi minn býr þar og við heimsækjum hann stundum það er mikið af flottum görðum og mörkuðum sem gaman er að skoða.  Fyrir utan allar verslanirnar sem er gaman að fara í og dressa sig upp.

Ég fór líka á skemmtiferðaskip frá Oslo til Kiel í Þýskalandi sem var mjög gaman, frábært skip með fullt af veitingastöðum,verslunum og allskonar skemmtunum og afþreyingu

  

Í hvaða skóla ætlar þú eftir útskrift úr grunnskóla ?

Ég sótti um MK sem fyrsta val og vonandi kemst ég í hann, það verður skrítið að fara í frammhaldsskóla en spennandi.

Ég á eftir að sakna Vatnsendaskóla enda búið að vera gaman í honum, en núna hlakkar mig rosalega mikið til að fara í útskriftarferðina með 10 bekk.

Við þökkum Birtu Marín fyrir að velja KRÓM og vonandi hefur hún lært eitthvað hjá okkur