Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Mánudags – Biximatur með spæleggi

Þetta er sniðug uppskrift ef það eru t.d afgangar af helgarsteikinni

Hráefni :

Kjötafgangar

4-6 kartöflur

2 niðurskornir laukar

1.dl olía

4 egg

75 gr smjör

tómatsósa

salt og pipar eftir smekk

Aðferð 

Hellið olíunni á pönnuna.

Skerið kjötið í bita og brúnið á pönnu ásamt lauk.

Sjóðið kartöflurnar og skerið í bita.

Dreifið smjörinu ofan á kartöflurnar og látið það bráðna.

Spælið eggin.

Blandið kartöflum og kjöti saman, kryddið með salti og pipar og berið fram með spældum eggjum og tómatsósu.

Gott er að hafa með

  • rauðbeður, niðursoðnar
  • súrsaðar agúrkur eða síur
  • Worcestershire sósa

MNIYF