ErnaKristín skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Bláberjaostakaka, með brómberjum!  – Uppskrift

 

200g gróft speltkex úr heilsubú

50g múslí

2,5 msk kókosolía

5 msk hreinn appelsínusafi 

500g rjómaostur

250g skyr

3 stór egg

3 mtsk hlynsíróp

2 tsk vanilludropar 

100 g fersk bláber 

200 g grísk jógúrt

200 ml bláberjasulta án viðbætts sykurs

Aðferð:

Best er að byrja á botninum og milja síðan kexið og múslíð þar til það verður að dufti. Setjið svo mulninginn í skál og dreypið kókosolíunni og appelsínusafanum yfir með teskeið. Mikilvægt er að hræra vel og gætið þess að mulningurinn sé „rakur” þ.e. að hægt sé að klípa mulninginn saman án þess að vera blautur eða grautarkenndur. Bætið meiri appelsínusafa við ef þið teljið þurfa.

Klæðið 26 sm bökunarform (með lausum botni) með bökunarpappír (þannig að hann fari upp á brún).
Setjið mulninginn í botninn og þrýstið honum vel niður með fingrunum.
Gott er að leggja plastfilmu ofan á svo að mulningurinn festist ekki á höndunum.
Bakið við 150°C í 20 mínútur.

 Fyllingin: 

Gott er að undirbúa fyllinguna á meðan ofninn er að hita sig.

Setjið í hrærivélaskál: rjómaostinn, skyrið, egg, hlynsíróp og vanilludropa.
Hrærið í 10 sekúndur eða þangað til fyllingin er silkimjúk.

Bætið bláberjunum varlega saman við og hrærið þangað til berin hafa dreifst vel en ekki þannig að kakan verði fjólublá.
Ef þið notið 3 msk af sultu, hrærið þá með gaffli nokkrar hreyfingar, gætið þess sérstaklega að hræra ekki of mikið.

Takið botninn úr ofninum, kælið í um 10 mínútur og hellið fyllingunni svo út í.
Bakið við 150°C í 40-45 mínútur.
Potið varlega í miðju kökunnar, ef hún virkar ekki þétt, þá þarf að baka hana lengur. Hún ætti að vera svolítið mjúk í miðjunni en ekki hlaupkennd. Ef hún er hlaupkennd, bakið hana þá í 10 mínútur í viðbót.
Kakan stífnar svo þegar hún kólnar. Ef þið þurfið að baka hana lengur en 55 mínútur eða ef hún er farin að dökkna um of eftir 40 mínútur), setjið þá álpappír yfir kökuna. Athugið að kakan getur verið dyntótt með tíma því ég þurfti einu sinni að baka hana í 1,5 tíma en yfirleitt nægja 50 mínútur.

Slökkvið á ofninum og leyfið ostakökunni að kólna alveg inn í honum 

Þegar ostakakan er orðin köld, smyrjið þá jógúrtinni yfir og leyfið kökunni að standa í ísskáp eins lengi og þið getið, allt að 2 tíma ef það er mögulegt, helst lengur.

Því næst skal setja afganginn af bláberjasultunni ofan á.
Smyrjið varlega svo að jógúrt og sulta blandist ekki saman.

Njótið vel!!