Búið er að velja lit ársins 2018 frá Nordsjö

Nordsjö hefur kynnt lit ársins 2018!

Heart Wood er mildur bleikur litur með hlýjum grábrúnum tóni.

Samkvæmt facebook síðu Sérefna kom litavalið  ekki á óvart.

“Við höfum um nokkra hríð einmitt bent viðskiptavinum á þennan ljúfa lit eða blæbrigði af honum. Dásamlega fallegur og hentar í öll rými”

*HEART WOOD er grunnliturinn hér á myndinni og tengir saman fallega tóna sem valdir voru í eina af nýju litapallettunni hjá Nordsjö og systurfyrirtækjum þess.