Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Burt með þynnkuna – Nokkur ráð og uppskrift af góðum drykk sem hjálpar!

Drekktu mikinn vökva!

-Þynnka er merki um að líkami þinn er að berjast við vökvaskort. Ef þið drekkið vel ætti hausverkur og svimi að minnka og það er mjög mikilvægt að drekka nóg ef þið eruð að kasta upp.

-Drekkið nóg vatn

-Drekkið íþróttadrykki eins og td Gatorade, þeir innihalda sölt sem líkaminn þarf á að halda til að komast aftur í sitt venjulega far.

-Forðist að drekka koffín drykki. Það halda margir að kaffibolli hjálpi til við að komast yfir þreytuna en það mun einunigs gera þynnkuna verri með því að þurrka líkamann upp en meira..

-Drekkið engiferöl eða einhvers konar engifer drykki. Engifer róar magan og hjálpar til við flökurleika.

 

Taka inn verkjalyf

-Það er gott að taka inn ibufen til að losna við hausverk. Munið að lesa vel aftan á leiðbeiningar og passa upp á að taka alltaf inn réttan skammt.

-Mikil notkun verkjalyfja til langs tíma getur valdið nýrna skaða, sérstaklega þegar verkjalyf eru tekin samhliða áfengi.

-Ef þið getið ekki haldið niðri verkjalyfjum vegna uppkasta, ekki taka aðra töflu. Bíðið þar til líkaminn er kominn í nógu gott jafnvægi til að halda þeim niðri.

 

Borðið kex, ristað brauð eða önnur kolvetni sem eru ekki mikið bragðbætt.

-Þessi matvæli draga ógleði og hjálpa líkamanum drekka upp áfengi í kerfinu þínu.
-Forðastu matvæli sem eru súr eða sterk, þar sem það er erfiðara fyrir líkamann að melta það.
-Forðastu matvæli sem eru þung eða feit, það eykur tilfinningu ógleði.

 

Hreyfing !

– Farið í göngutúr, sund eða létt skokk. Hreyfing veldur því að það losnar um endorfín í líkamanum sem hjálpar okkur að komast i betra skap. Þetta er mikilvægt á þessum erfiða tíma sérstaklega ef þið finnið fyrir kvíða samhliða þynnku.

-Munið að nægan vökva fyrir og eftir hreyfingu

 

Til að koma í veg fyrir þynnku 

Drekktu minna- Besta leiðin til að koma í veg fyrir timburmenn er að neyta ekki of mikils magns af áfengi. Munið að áfegni er eiturefni, það er ástæða fyrir því að okkur líður svona hræðilega eftir að hafa drukkið mikið.

 

Fáðu þér eitt vatsglas fyrir eða eftir hvern áfengan drykk sem þú færð þér – Þetta kemur í veg fyrir að líkaminn verði fyrir ofþornun sem er ein stærsta ástæðan fyrir því að við finnum fyrir þynnku. Ef þið gleymið ykkur og náið ekki að drekka vatn á meðan á gleðinni stendur, munið þá allaveganna að drekka vatn fyrir svefninn.

Ekki blanda saman mörgum tegundum af áfengi- Þið hafið eflaust heyrt þennan marg oft. Haldið ykkur við eina tegund, drekkið margar og getið þá verið viss um að fá þessa umtöluðu timburmenn i heimsókn

Drekkið hægt og rólega- Gefið líkamanum tækifæri á því að jafna sig eftir hvern drykk og þynnkan verður ekki eins slæm

 

www.wikihow.com

Hér kemur svo ein uppskrift og myndband af roslega góðum drykk sem svo sannarlega getur hjálpað ykkur í gegnum þennan erfiða tíma !!

UPPSKRIFT

1 tsk rifinn engifer

2 tómatar

1 1/2 bolli kókosvatn

1 tsk steinselja

1 sítróna

Allt sett saman i blandara með klökum. Drekkist ískalt !

 

Gleðilegan þunnudag !

Kveðja,

KRÓM
Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR