Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Crêpes •	Pönnukökur með fyllingu hrikalega gott og einfalt að búa til.

Crêpes • Pönnukökur hrikalega gott og einfalt að búa til og allir geta tekið þátt  ………. eða þú stendur bara við eldavélina og gefur þér og  þínum að borða.

Alltaf jafn gott !

Byrjar á því að búa til pönnukökudeig

2 bollar hveiti
1 1/2 bolli mjólk
1/2 bolli vatn
3 egg
2 msk. sykur
2 msk. smjör, bráðið
Smá salt

10695009_10205007276211001_699330250_n

Þú þarft

  • Soðin hrísgrjón
  • 1 rauð paprika
  • Púrrulaukur
  • Skinka, skorin á ræmur eða teninga
  • Ostur
  • Hvítlaukssósa
  • Krydd eftir þínum smekk – ég nota oftast paprikukrydd

10719040_10205007266850767_313609770_n

 

Bakar pönnukökuna og setur  ost – hrísgrjón – púrrlauk – paprikku -skinku og  sósu bara vel af henni  (mér finnst hvítlaukssósan frá Bónus best)

Rosa gott

20130223-192047

 

 

Einfalt og fljótlegt !

Kveðja

Erna

KRÓM
Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR