Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Daði Freyr –  Stefnir á að flytja til Kambódíu til að þess að endurræsa líkama og sál og skoða eitthvað nýtt

Daði Freyr Pétursson er 24 ára tónlistarnemi sem  býr í Berlín hann tekur þátt í undankeppni Eurovision.

Lagið sem hann flytur heitir  Is this love og er  Daði er bæði flytjandi – laga og textahöfundur.

Við heyrðum í Daða Frey og spurðum hann nokkura spurninga.

Hvað lýsir þér best?

Ég er hress… og 208 cm.

 

Uppáhalds Eurovision-lagið?

Ætli ég verði ekki að segja Devine með Sebastien Tellier. 

 

Var það draumurinn að taka þátt í Eurovision?

Ég bjóst nú aldrei við því að ég myndi sjálfur syngja lagið. Ég var búinn að hugsa það í nokkur ár að taka þátt en aldrei látið verða af því. En ég hugsaði alltaf að ég myndi fá einhvern annan til að syngja lagið ef ég kæmist inn. En svo einhvernvegin þróaðist þetta svona. Það væri náttúrulega alveg sturlað að fara út og keppa fyrir Íslands hönd, spila á stóra sviðinu fyrir framan milljónir mans. Það er alveg draumur.

Áttu þér fyrirmyndir þegar kemur að tónlist ?

Já, ég á mjög margar fyrirmyndir í tónlist. Það eru alltaf að bætast við nýjar og nýjar. Ég bý í Berlín og eyði þar löngum tíma í lest nánast daglega og hef þá fullt af tíma til að kynna mér nýja tónlist. Núna undanfarið hef ég mest verið að hlusta á Anderson Paak, Childish Gambino, Hot Chip, Michael Franks, Tame Impala, Vulfpeck og Kyle Dixon & Michael Stein.

 

Hvað gerir þú til að halda þér í góðu jafnvægi?

Ég hitti vini mína. Þeir halda mér í jafnvægi.

 

Nefndu þrjá hluti sem þú getur ekki verið án?

Árný Fjóla, Ableton og Kaffi. Í þessari röð.

 

Hvað er það fyndnasta sem þú hefur séð eða heyrt?

Sneezing monkey á youtube. 

Hvað verður fyrir valinu ef þú vilt tríta þig vel?

Ég er mikið fyrir Indian Pale Ale… og Chocolate Fudge Brownie frá Ben & Jerries.

Ef þér stæði til boða að flytja erlendis hvert myndir þú vilja flytja og af hverju?

Ég bý nú í Berlín vegna þess að hér stunda ég nám við dBs Music Berlin. Ég og kærastan mín ætlum svo að flytja til Kambódíu í hálft ár, eða kannski eitt ár, eftir sumarið til þess að endurræsa líkama og sál og skoða eitthvað nýtt. Afhverju Kambódía? Afhverju ekki?

 

Hvar sérðu þig eftir 5 ár?

Ætli ég verði ekki bara enþá að reyna að koma mér fyrir í tónlistinni. Það verður eflaust endalaus barátta.

 

Og að lokum, hvaða 3 frægum einstaklingum myndir þú bjóða í mat og hvað myndir þú elda?

Bobby McFerrin, Stevie Wonder og Michael Franks. Ég myndi fá þá til að hjálpa mér og við myndum ákveða saman hvað væri í matinn. En það væri skyrkaka í eftirrétt, hvort sem þeim líkar það betur eða ver.

Takk fyrir spjallið og gangi þér vel