Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Í dag kveðjum við bleikan október og bjóðum nóvember velkomin

Halló nóvember

Í dag er 1.nóvember og þar af leiðandi kveðjum við bleikan október…. en höldum áfram að umvefja okkur bleikum lit

Líkt og undanfarin 10 ár tileinkaði  Krabbameinsfélag Íslands októbermánuð baráttu gegn krabbameini hjá konum. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar í ár rennur til Ráðgjafarþjónustu félagsins með það að markmiði að efla stuðning, fræðslu og ráðgjöf til einstaklinga um allt land sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra.

 

Höldum áfram að hugsa vel um okkur og alla í kringum okkur.