Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Í DAG! Markaður til styrktar fjölskyldum á flótta

Fimmtudaginn 29. júní mun Solaris – hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi standa fyrir markaði til þess að safna fyrir fjölskyldur á flótta í garðinum við Álfhólsveg 145 í Kópavogi, vinstra megin. Nóg af bílastæðum á móti húsinu.

Það eiga ekki allir peninga fyrir lögfræðiþjónustu, læknisþjónustu eða jafnvel matarinnkaupum þegar fjölskyldur á flótta detta úr þjónustu hjá Útlendingastofnun og vill Solaris aðstoða þá sem eru í neyð.

Við vonumst svo til þess að sjá sem flesta á markaðinum!

Markmið SOLARIS er að stuðla að því að hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi búi við mannúð, mannlega reisn, mannréttindi og önnur grundvallarréttindi sem og réttlæti á við aðra þegna landsins. Tilgangur SOLARIS er að bregðast við þeirri neyð sem hælisleitendur og flóttafólk býr við víða á Íslandi, m.a. í formi bágra aðstæðna, að þrýsta á breytingar í málefnum hælisleitenda og flóttafólks í landinu og að berjast fyrir bættri stöðu þeirra, auknum réttindum og betra aðgengi, m.a. að nauðsynlegri þjónustu. Það hyggst SOLARIS gera í samstarfi við almenning, yfirvöld og önnur samtök sem vinna að sama markmiði.