Andrea S skrifar Flokkað undir Heimili & Arkitektúr.

Dásamlega falleg ungbarnarúmföt

Ég held að ég hafi mögulega fundið fallegustu barnarúmföt ever! Ég var svo spennt þegar ég sá að Baldursbrá var að fá inn fallega merkið BORN Copenhagen. Finnst vörurnar frá þeim ÆÐISLEGAR. Ég eins og þið eruð eflaust farin að kannast við er mjög skotin í Baldursbrá barnavöru versluninni.

Baldursbrá er netverslun sem selur barnavörur en var nýlega að opna sýningarrými í Ármúla þar sem maður getur sótt sjálfur pantanir ef þess er óskað og/eða farið og verslað við þau þar. Það er svo mikill kostur að geta farið og skoðað fötin. Ég er allavegana þannig að mér þykir mjög gott að koma við fötin og sjá þau í persónu og þukla aðeins á þeim og finna fyrir efninu. Ég mæli mjög mikið með því að kíkja á þau. Gabríela sem á Baldursbrá er yndisleg og maður fær mjög góða og persónulega þjónustu frá henni. Mér finnst rosalega gaman að fá góða þjónustu þar sem ég get spurt og fengið góð svör við.

Ég mæli með því að kíkja einnig inn á facebook síðuna hjá þeim

En yfir í rúmfötin. Í samstarfi við Baldursbrá fékk að velja mér nokkrar vörur hjá þeim og stóðst ég ekki mátið og valdi mér þessi yndislegu barnarúmföt. Ég tók stærri stærðina en þú getur valið um 2 stærðir. Það eru einnig til fleiri litir til að velja um. Rúmfötin eru ótrúlega mjúk og vönduð enda ekki furða því þau eru úr 100% lífrænum bómul. Framleiðslan er GOTS vottuð og því lífræn, umhverfisvæn, án eiturefna og unnin við mannúðlegar og sanngjarnar aðstæður.

Ég mæli svo mikið með því að þú skoðar úrvalið frá BORN Copenhagen en þetta er æðislegt merki. Það er síðan ein vara frá þessu merki sem ég vildi óska þess að ég hefði vitað af en það er klútur (eins og taubleyja) sem er hægt að hafa bæði í vöggunni, rúminu eða í vagninum hjá barninu. Það er svo sniðugt að hafa klút sem hægt er að strjúka auðveldlega af og að vökvi fari ekki í gegn. Þið trúið því ekki hversu oft ég þurfi að skipta um lak hjá minni því hún var algjör ælupési. Hefði ég vitað af þessum fyrr þá hefði ég 100% fjárfest í slíkum.

Hann lítur svona út og er á MJÖG góðu verði (hann fæst einnig í 2 litum).

Betri lýsing:

Frábær klútur til að leggja undir höfuð barnsins þegar það liggur á bakinu. Klúturinn er úr 100% lífrænni bómull og er meðhöndlaður sérstaklega til að hrinda frá sér vatni. Innra lagið er úr 100% polyester til að koma í veg fyrir að vökvi komist í gegnum klútinn.

Sjáðu úrvalið af BORN Copenhagen hjá Baldursbrá HÉR

En að sjálfsögðu tók ég nokkrar myndir af þessum yndislegum barnarúmfötum, enda dásamleg.

Ég hef síðan bloggað oft um JOHA vörurnar en þær eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég er bókstaflega VEIK fyrir öllum dúllum og detail-um á barnafötum og bara öllum fötum í dag, á mig líka. Enda er það mikið í tísku. En þegar ég sá þessa samfellu þá varð ég að eignast hana! Ég bilast smá yfir henni!

Danir eru náttúrulega svo “lekkerir” og að sjálfsögðu er hægt að fá í stíl hulstur fyrir blautþurrkurnar. Sá sem hannaði þetta hulstur hafði mig í huga en vá hvað það er fallegt og skemmtilega öðruvísi. Að þurfa ekki að stara á blautþurrku pokan er algjörlega minn tebolli.

Þú getur síðan verslað vörurnar frá Baldursbrá inná heimasíðunni þeirra www.baldursbra.is og fengið fría heimsendingu eða mætt til þeirra niður í Ármúla. Mæli með að hafa hraðar hendur en sængurfötin seldust upp í síðustu sendingu. Enda engin furða.

Þangað til næst

Ég er dugleg að pósta á Instagram story allskonar hér af heimilinu og af snilldar vörum eins og þessum. Þú ert velkomin að fylgja mér á instagram – þú finnur mig undir andreagudrun

Screen Shot 2016-07-18 at 21.02.28