Flestir hafa nú sínar skoðanir á hvernig bollu skal velja sér á bolludögum. Vatnsdeigsbollur, gerbollur, bollur með frómas, rommbragði, súkkulaðimús, sultu, ekki sultu, glassúr, súkkulaði, flórsykri…. úrvalið er í það minnsta ansi gott.
Bollur
100 g rjómaostur
3 egg, aðskilin
1/2 tsk vínsteinslyftiduft
1 msk Sukrin Melis
1/2 tsk vanilludropar
Aðferð:
Hvítur stífþeyttar sér með vínsteinslyftiduftinu.
Rauðurnar þeyttar í annari skál með rjómaostinum, vanillu og Sukrin Melis. Blandið svo 1/3 af hvítunum út í rjómaostinn, þeytið varlega. Bætið svo afgangnum við af hvítunum og veltið þeim saman við með sleikju. Setjið 1 msk af deigi í smurt muffinsmót eða notið silikonmót. Það er líka hægt að setja eina msk af deigi varlega á smjörpappír. Bakið svo bollurnar í 20 mín á 150°C. Losið bollurnar varlega úr forminu eða af pappírnum og leyfið þeim að standa á grind meðan þær kólna. Skerið bollurnar í 2 parta og setjið rjóma á milli, loks glassúr eða bræðið súkkulaði yfir toppinn.
Ef bollurnar verða flatar þá leggið þið bara 2 saman með rjóma á milli.
Jarðaberjarjómi:
1 poki frosin jarðaber
2 msk Sukrin Melis
1 tsk balsamik edik
15 dropar stevía
1/3 tsk Xanthan Gum
Hitið jarðaberin að suðu, bætið þá Melis saman við og hrærið vel, balsamedik, stevía og Xanthan Gum fara í lokin út í og berin maukuð með gaffli eða töfrasprota. Kælið.
Þeytið rjóma og blandið 1-2 dl af sultu saman við, hrærið og sprautið svo á milli bolluhelminga.
Súkkulaðibráð:
1 msk kókosolía ( bráðin )
1 msk kakó
2 msk Sukrin Melis
6 dropar karamellustevía, Via Health
Hrærið kröftuglega, ef blandan er of þykk þá er ágætt að þynna með rjóma eða kaffi.
Njótið í botn
Kveðja