Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Dásamlegt grænmetislasagne með brauðbollum

Sósa
1 msk. ólífuolía
1 laukur u.þ.b. 100g saxaður
4 msk. tómatmauk
1 dós niðursoðnir tómatar
1 tsk. oregano
1 tsk. rósmarín
3 dl vatn
200 g sveppir í bitum
200 g blómkál í bitum
200 g spergilkál í bitum
200 g kúrbítur í bitum
200 g niðursoðnar kjúklingabaunir
1 pakki grænt lasagne
500 g kotasæla
125 g gráðaostur
1 poki rifinn gratínostur
2 pokar mozzarella, litlar kúlur skornar í tvennt
1 askja konfekttómatar u.þ.b 250 g

Lasagne : aðferð:
Byrjið á að laga sósuna. Svitið lauk og hvítlauk saman og bætið í tómatmauki ásamt oregano og rósmarin. Bætið í niðursoðnum tómötum og vatni látið sjóða við vægan hita í 10 – 15 mín.
Steikið grænmetið á pönnu í olíu og blandið út í sósuna ásamt kjúklingabaunum. Látið sjóða í 2-3 mínútur.
Svo er öllu raðað saman. Kotasæla, rifinn gratínostur, lasagneplötur, grænmetisgums, gráðostur, lasagneplötur, kotasæla, rifnn gratínostur, grænmetisgums, lasagneplötur, kotasæla, gatínostur grænmetisgums og að lokum setjið konfekttómata og mozzarella á toppinn bakið við 180° í 30 – 40 mín 

Brauðbollur
2½ bolli spelt
1 bolli heilhveiti
5 tsk. lyftiduft
1 tsk. salt
2½ dl hörfræ
3 dl sólblómafræ
2 dl graskersfræ
2 dl rifinn ab ostur
1 dl ab mjólk
1 lítil dós kotasæla
1 msk. hlynsírópBrauðbollur : aðferð:Forhitið ofninn í 180°
Blandið öllu saman og mótið litlar bollur setjið í heitan ofn og bakið í 15-20 mín eftir stærðUppskrift frá

Gott í Matinn  HÉR