Andrea S skrifar Flokkað undir Tíska & Hönnun.

Dásamlegt heimferðarsett

Mér finnst svo dásamleg hefð hér á Íslandi að börn fara heim af spítalanum í heimagerðum heimferðarsettum oft prjónuð af ömmum (og kanski einhverjum öfum) Mér finnst það svo fallegt og persónulegt.

Tengdamamma mín er snillingur og langar mig svo til að sýna ykkur fallega heimferðasettið sem hún prjónaði fyrir litluna mína fyrir 10 mánuðum síðan.

Ég er svo montin með það og verð að þakka og hrósa tengdamömmu fyrir fallegasta heimferðarsett sem ég hef séð.

Ég lá gjörsamlega yfir pinterest og prjónablöðum þegar velja átti hið fullkomna heimferðarsett og fékk valkvíða yfir því hvað ég ætti að velja því það eru til svo ótrúlega margar fallegar uppskriftir. Á endanum bað ég tengdó um að velja eitthvað fallegt fyrir prinsessuna. Hún er algjör snillingur þegar það kemur að því að prjóna eða hekla svo ég hafði engar áhyggjur um að hún myndi ekki velja eitthvað fallegt.

Ég leyfi myndunum að njóta sín – því sjón er sögu ríkari. Verð nú að fá að monta mig aðeins því það er bara svo ótrúlega fallegt.

*Það er því miður enginn uppskrift þar sem hún blandaði saman nokkrum uppskriftum. Eina sem ég óskaði eftir var að ég bað hana um að setja engar tölur og vildi frekar hafa fallegan borða svo þetta er svona samblanda af nokkrum hugmyndum sem þið getið kanski nýtt ykkur þegar þið eruð að leita ykkur af hugmyndum af heimferðasettum fyrir litlar dömur.

Heim8

Litli unginn minn fyrir 10 mánuðum á leiðinni heim af spítalanum. Man eftir þessum degi eins og hann hafi verið í gær. Hver hefði trúað því að tíminn líði svona hratt!

Þangað til næst

Screen Shot 2016-07-18 at 21.02.28Þú ert velkomin að fylgja mér á instagram – þú finnur mig undir andreagudrun