Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Dásemdar pastaréttur með pepperoni og piparostasósu

Rétturinn er ofureinfaldur í gerð og elskaður af öllum sem hann bragða.

Hráefni

250 g. tagliatelle frá RANA

3 msk. smjör

1-3 hvítlauksrif – smátt söxuð

1 rauð paprika – smátt söxuð

100 g. pepperoni

1 stk. piparostur – skorinn í bita

1/2 – 1 dl. matreiðslurjómi (eða mjólk)

 

Leiðbeiningar

1  Sjóðið pasta skv. leiðbeiningum á pakkningu.

2  Setjið smjör á pönnu og léttsteikið hvítlaukinn og paprikuna.

3  Skerið piparostinn í litla bita og bætið saman við ásamt matreiðslurjóma. Látið malla (en ekki sjóða) þar til osturinn hefur bráðnað.

4  Hellið sósunni yfir pastað og blandið vel saman. Berið fram með góðu salati og hvítlauksbrauði.

Upskrift frá uppskriftarvef Krónunnar HÉR