DIY – Ódýr og flott mynd á vegginn sem tekur enga stund að gera

Við bjuggum til flottar myndir á vegginn með því að nota ódýrt efni úr IKEA og strigaramma sem við keyptum í Góða Hirðinum.

Notuðum heftibyssu, skæri, málband og straujárn til að taka brotið úr efninu.

Til að spara okkur pening keyptum við þessar myndir í Góða Hirðinum á 1000 kall stykkið

Byrjuðum á því að skoða hvaða munstur við vildum hafa á myndinni og klipptum svo efnið í kring en passa þarf að það sé næjanlegt efni til að hefta á rammann.

Síðan er efnið heftað á rammann passa að strekkja vel á efninu.

Og útkoman er þessi fína mynd

Við gerðum það sama með hinn rammann sem er mjórri og lengri.

Þar sem litirnir í myndinni  voru  sterkir komu þeir í gegn og við rifum myndina af rammanum og notuðum bara grindina.

Þá fengum við út þessar tvær flottu myndir

Við áttum líka ónotaða korktöflu sem við settum á annað efni sem fæst í Twill

Skemmtilegt og auðvelt DIY verkefni 🙂