Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

DIY – þetta er snilld!  Skemmtilegt og frumlegt jóla og pakkaskraut

Það getur verið mjög skemmtilegt að dunda sér við að búa til heimatilbúið jólaskraut. Þetta er virkilega einföld uppskrift af deigi úr kartöflumjöli og matarsóda sem auðvelt er að vinna með. Hér er skemmtilegt að nota ímyndaraflið,það eru endalaust af fallegum hugmyndum hvernig væri hægt að skreyta svona jólaskraut, ég gerði nokkrar útfærslur en ég vildi ekki mála skrautið mitt. Jólaþemað mitt í ár verður allt H V Í T T . Ég er ein af þeim sem skiptir um jólaþema á hverju ári, í ár er ég farin að hallast meira og meira að skandinavíska útlitinu hvað varðar heimilið. En hver veit.. kannski skipti ég um skoðun á morgun.. þannig er ég flókin og skemmtileg!


Ég mun örugglega gera meira af þessu í vetur og þá með litlu krökkunum “mínum”, það er fátt betra um jólin en að dunda sér að svona verkefnum með fólkinu sínu. Svo getur þetta líka verið fallegt á jólapakkana..

Deig ( dugar í um 30-60 stk. fer eftir stærð)
1x bolli matarsódi
1/2 bolli kartöflumjöl
3/4 bolli kalt vatn

Aðferð
-Blandið saman matarsóda og kartöflumjöli í pott, bætið við vatni.
-Hitið við vægan hita og hrærið á meðan ( ekki hætta að hræra )
-Blandan byrjar að þykkna.
-Þegar blandan mynndast í “bolta” ( eftir um 3-5 mín ) þá er deigið tilbúið.

-Setjið deigið í skál og hyljið með rökum eldhúspappír.
-Leyfið að kólna í um 25 mín.

-Fletjið deigið út og skerið út að vild.
-Ég notaði greinar til að stimpla út munstur, hægt er að nota hvað sem er, t.d. greinar, strá, blúndu, oft eru munstur í botninum á glösum eða diskum sem hægt væri að nota. passið bara, ef þið notið greinar að skola af því fyrst og leyfa því að þorna.
-Stingið gat fyrir bandið, t.d. með mjóu röri.
-Leggjið skrautið á bökunarpappír.
-Hægt er að annað hvort leyfa því að þorrna við stofuhita yfir nótt, en passa þarf að snúa skrautinu.
-Hægt er að baka skrautið í 80°c heitum ofni í 60 mín til að flýta fyrir, snúa þarf skrautinu eftir 30 mín.

Ég bakaði skrautin mín í 30 mín og leyfði því svo að þorna yfir nótt.

-Þegar skrautið er orðið þurrt, notið þá naglaþjöl eða sandpappír til að slípa niður ójöfnur eða brúnirnar.
( Ef það þarf )
-Það er líka hægt að mála skrautið að vild.

IMG_1752

IMG_1759

IMG_1774

IMG_1776

IMG_1780

IMG_1781

IMG_1789

IMG_1790

IMG_1794

IMG_1796

IMG_1797

Aldís Athitaya Gísladóttir