Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Döðlugottið komið í jólabúning…. það verður spennandi að prófa

Döðlugott er æðislegt sjá HÉR en nú er búið að setja það í jólabúning fengum þessa uppskrift á kostur.is. Það verður spennandi að prófa þessa útfærslu um helgina.

mg_3465

Jóla Döðlugott:

mg_3443

 • 400 g döðlur, ég nota ferskar
 • 250 g smjör
 • 120 g púðursykur
 • 3 bollar Koala crisp
 • 10 mini jólastafir (bismark) gróft brytjaðir
 • 100 g Súkkulaðihúðað lakkrískurl
 • 200 g súkkulaði (ég nota ljóst Chiradelli)
 • 5 mini jólastafir (bismark) gróft brytjaðir

mg_3448k-758x1024

Aðferð:

 1. Ef þið notið ferskar döðlur þá er byrjað á að steinhreinsa þær.
 2. Setjið steinhreinsuðu döðlurnar í pott ásamt smjörinu og púðursykrinum.
 3. Sjóðið blönduna saman og notið töfrasprota til að mauka döðlurnar alveg niður í mauk.
 4. Setjið Koala Crispið út á og blandið saman, leyfið blöndunni að kólna í u.þ.b. 15 mín áður en haldið er áfram.
 5. Brjótið jólastafina gróft niður og blandið þeim saman við ásamt súkkulaðihúðaða lakkrískurlinu.
 6. Klæðið eldfast mót eða kökuform með smjörpappír u.þ.b. 20×20 cm í stærð. Þrýstið blöndunni í formið og setjið það í frysti.
 7. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið því yfir döðlugottið.
 8. Myljið 5 jólastafi og dreifið því yfir súkkulaðið.
 9. Setjið döðlugottið í ísskáp eða frysti þangað til súkkulaðið hefur harðnað.

mg_3479-750x410

 

Njótið vel!

Linda Benediktsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti.