Drífa Björk losaði sig við snjallsímann – “stóð sjálfa sig að því að vera of djúpt sokkin í það að horfa á snap chat á meðan sonur hennar reyndi að segja henni frá deginum sínum”

Við getum öll játað okkur sek, þegar kemur að ofnotkun snjall síma. Margar klukkustundir á dag fara í það að skoða fréttir, instagram, snap chat, facebook og alla þessa miðla. Á meðan við störum á símana okkar missum við af mörgum dýrmætum augnablikum sem maður ætti að njóta.

Hver kannast  ekki við það að vera t.d á tónleikum og einbeita sér meira af því að taka þá upp á snap chat heldur en að njóta tónleikana. Eða að vera úti á leikvelli með börnunum sínum og eyða mestum tíma í það að reyna að ná myndum af þeim.  Ég gæti talið upp endalaust af atriðum en staðreyndin er sú að alltof margir eru háðir samfélagsmiðlum og snjalltækjum.

Drífa Björk Linnet tók málin í sínar hendur, þegar hún stóð sjálfa sig að því að vera of djúpt sokkin í það að horfa á snap chat, á meðan sonur hennar reyndi að segja henni frá deginum sínum. ” Ég fékk ógeð af því að stara endalaust á þetta drasl  – ég fór út í búð og keypti síma sem ég get bara hringt og sent sms úr, ég er alsæl með þetta ”

Drífa deildi þessari ákvörðun með facebook vinum sínum og fékk hún mikið af jákvæðum undirtektum. Ég læt facebook færsluna fylgja.

Að Drífu aðspurðri hvernig hafi gengið að losa sig við þennan gamla ávana, “ég nýt hvers augnabliks svo mikið betur og spara mér svo ótrúlega mikinn tíma á því að vera ekki að stanslaust að spá í því hvað aðrir eru að gera.

Myndir þú geta losað þig við snjallsímann?