Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Tæki & Tækni.

Dýrasta flugsæti í heimi, svona flýgur maður fyrir 2 milljónir!

Sjálft flugið er oftast það leiðinlega við ferðalögin hver kannast ekki við að geta ekki komið sér vel fyrir þrátt fyrir að vera búin að snúa sér á alla kanta. Svo loksins þegar búið er að koma sér þokkalega fyrir þarf einhver innar í sætaröðinni að standa upp. Nú eða manneskjan fyrir framan hallar sætinu alveg niður og ekki er það til að auka það litla pláss sem maður hefur.  Væri ekki yndislegt að geta lagt sig í kósý rúmi með sæng og kodda og sofnað út frá sjónvarpinu og vera svo vakin með dýrindis mat. Ef þú getur borgað um 2 miljónir fyrir farmiðann er þetta raunveruleiki.

Derek Low deilir ferðasögu sinni í myndum á blogginu sínu dereklow.co, hérna getið þið séð part af henni…


Þeir sem ferðast í svítunum er boðið að tjékka sig inn annar staðar, engar raðir, ekkert vesen

Þaðan liggur leiðin í einka herbergi þar sem þú getur borðað, slakað á og notið fyrir flug.

Þar er girnilegur matseðill þar sem þú getur pantað þér drykki og mat að kostaðarlausu. Derek pantaði sér kampavín og ekki eina heldur 3 máltíðir.

Þegar það er komin tími til að fara um borð eru svítu farþegar kallaðir upp með nafni og við bókun getur þú valið þér titil. Ef þú velur þér king kalla þeir þig upp eftir því…

Hérna má sjá gangin með svítunum. Þær eru 12 samtals en einungis 3 bókaðar þegar Derek flaug með þeim, vegna þessa mátti hann velja sér svítu. Hann tók 2 samliggjandi…

Boðið var upp á Dom Pérignon og kokteila fyrir flugtak

Hér sést Derek, sáttur með þetta allt saman

Um borð var einungis það besta, Bose heyrnatól

Givenchy snyrtivörur og teppi

Nóg var um þjónustu og sagði Derek að þjónar litu við hjá þér mjög ört að bjóða þér upp á hvert góðgætið á fætur öðru.. Án þess að vera truflandi eða pirrandi.

Í kvöldmat var síðan valið af 5 rétta glæsilegum matseðli

Þegar Derek var orðin þreyttur komu þjónar og breyttu sætunum i tvöfalt lúxus rúm

Eftir 6 tíma svefn vaknaði Derek og pantaði sér steik !

Það má láta sig dreyma og muna eftir að spila í lottó

Kveðja

KRÓM

Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR