Edik, matarsódi og sítróna eru frábær og umhverfisvæn hreinsiefni

Borðedik, matarsódi og sítróna  eru ódýr og góð hreinsefni sem eru jafnan nærtak á flestum heimilum,  auk þess að vera súper umhverfisvæn.

EDIK –  Borðedik klýfur fitu og nær fram gljáa og eyðir vondri lykt.

vinegar-overlay

Rúðuúði: Blandið vatni og ediki,1 hl. edik ámóti 10 af vatni í blómaúðabrúsa og úðið á gler og spegla. Þurrkið vel og strjúkið yfir með gömlum krumpuðum dagblöðum. Prentsvertan eykur gljáa.

Salernishreinsir: Ediki er hellt í skálina og látið liggja yfir nótt. Burstað vel og sturtað niður.

Lykteyðir Ef  það er vond lykt í íbúðinni. Setjið borðedik í skál og látið standa á eða nálægt ofni.

Ef vond lykt er af skurðarbrettum er gott að skrúbba þau upp úr ediki og skola vel.

Kaffivélar má þvo með því að láta edik í stað vatns í vélina og láta hana ganga. Endurtekið tvisvar með vatni til að eyða edikslyktinni.

Ef vond lykt er úr ískápnum er gott ráð að þvo hann upp úr ediksvatni og skola vel á eftir.

Kattahlandslykt hverfur ef úðað er á blettinn ediksblönduðu vatn (1 hl. Á móti 5).

Góð aðferð við þrif á fúgum milli flísa er að nota blöndu af ediki, lyftidufti eða matarsóda og sítrónusafa. Borið á og látið standa jafnvel í nokkra klukkutíma, skolað vel og þurrkað.

Sítróna er náttúrulegt bleikiefni

download

Sítróna eyðir fitu og gefur ferska og góða lykt. Hún er líka áhrifarík við að þrífa kísil sem vill setjast í kringum blöndunartæki á baði og í eldhúsi. Einfaldast er að skera sítrónu í tvennt og nudda eða bera á óhreinindin, láta bíða um stund, skrúbba með bursta og skola vel með köldu vatni og þurrka.

Sama er að segja um sturtuklefa, en þeir vilja verða gráir og mattir af kísilnum úr hitaveituvatni. Nudda vel með sítrónu eða þvo með ediksblöndu. Láta liggja á og skola vel á eftir. Fyrirbyggjandi ráð er að gera sér að reglu að skola klefan eftir notkun með köldu vatni og helst þurrka líka.

Nýja ávaxtabletti í fötum er gott að nudda með sítrónuhelmingi og skola vel og þvo á eftir.

Sítróna er góð til að þrífa t.d. ísskáp og örbylgjuofn. Best er að setja skál með vatni og skera sítrónu í sneiðar út í og setja í örbylgjuofninn, stilla á hæstu stillingu í 2 mínútur. Þá hafa óhreinindin losnað og ekki annað eftir en að strjúka ofninn að innan, með rökum klút og þurrka síðan.

Flísar á baði og í eldhúsi verða skínandi hreinar ef þær eru nuddaðar með sundurskorinni sítrónu, látið liggja á svolitla stund og skolað vel á eftir.

Edik og sítróna eru gagnleg á áfallin kopar. Þá er best að úða hlutin með ediksblönduðu vatni og salti.

Skera má sítrónu í 2 hluta og hafa gróft salt við höndina og nudda hlutinn með því. Láta bíða um stund og pússa síðan.

Ólykt úr sorpkvörn hverfur ef ef sítrónubörkur er látin ganga í gegnum kvörnina.

Sítrónudropar (bökunardropar) duga vel til að hreinsa límrestar af gleri.
Matarsódi og lyftiduft

bakingsoda

Lögur á silfurhluti, sem auðvelt er að margfalda:
1 tsk. matarsódi
1 tsk lyftiduft
2 ½ dl soðið vatn (ekki nota hitaveituvatn).
Allt sett í plastílát, hrært vel í. Hlutirnir settir út í, látnir standa um stund. Skolað úr köldu vatni og fægt með mjúkum klút.

Matarsódi eyðir vondri lykt t.d. úr skápum, þá er best að setja 2-3 tsk í lítið ílát og láta standa í skápnum í nokkra daga.

Til að þvo eldhúsbekki og veggflísar er gott að strá matarsóda á rakan svamp og þurrkar yfir, nær mjög vel fitu. Þurrka yfir með hreinu vatni.

Blóðblettir geta verið erfiðir, en matarsódi hrærður með vatni í þykkan graut gerir gagn. Þá er „grauturinn“ borin á blettinn og látin þorna. Burstað af og þvegið.

 

Hér má sjá nánar

Kveðja

KRÓM

Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR

10255681_511039629002398_3516793592705616878_n